Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Orðlaus.

Ég er einfaldlega ekkert annað en hissa eftir fréttir dagsins. Get ekki sagt að ég sé ánægður með nýjustu tíðindi úr borgarstjórn......

endilega skoðið flickr síðuna mína....http://www.flickr.com/photos/mattimatt


PAD ( Pitcure a day ) dagur 6

Hér kemur dagur 6 sem var í gær

pad6

Eins og áður hefur komið fram að þá er ég í fæðingarorlofi ( byrja reyndar fyrir fullt og allt á morgun  )

Hér er ég að reyna að gefa dóttur minni pela, reyna því þetta skiptið gengur það ekkert sérstaklega vel en yfirleitt gengur þetta. Þegar svona er að þá þarf maður þolinmæði og anda inn og út og þá ganga hlutirnir


PAD ( Pitcure a day ) dagur 5

Hér kemur dagur 5 sem var í fyrradag.

pad5

Eins og sést að þá er ég nokkuð laginn þegar kemur að eldhúsverkunum:=)

Ég reyni á hverjum sunnudegi að baka pönnukökur og er eins og þarna sést að setja deigið á pönnuna. Mér finnst þetta rosalega gaman og róandi, svo ekki sé sú minnst á hvað þetta er rosalega gott......


PAD ( Pitcure a day ) dagur 4

Hér kemur dagur 4 sem er í dag þann 5 jan.

IMG_2450

 

Í dag á Tengdó afmæli.....til hammara með ammara.......ég er þarna að pakka saman poka frá Hagkaup en við semsagt buðum tendó í mat í tilefni dagsins.... 


PAD ( Pitcure a day ) dagur 3

Hér kemur dagur 3 sem var 4 jan.

IMG_2431

 

Ástin í lífi mínu. Þegar ég kynntist Betu fyrst þá var hún besta vinkona Emmýar vinkonu minnar ( er það ennþá ) og var Beta nýflutt frá Danmörku.

Ég hitti hana fyrst þann 14 Jan 2006......þann 31 ágúst 2006 byrjuðum við saman og síðan eignuðumst við dóttur okkar 25 ágúst 2007.

Hlutirnir hafa semsagt gerst fljótt hjá okkur en samt  án þess að það yrði óþægilegt....þ.e.a.s. það kom aldrei tilfinningin að þetta væri að gerast alltof fljótt.

Hún er ástin í lífi mínu án nokkurs vafa og ég væri vængbrotinn án hennar, eins væmið og það hljómar:=)

Ég hef alltaf verið tilfinningavera og ég fílaða....en þessa konu elska ég útaf lífinu og mig dauðhlakkar til að giftast henni næsta sumar......en þótt ótrúlegt megi virðast að þá sagði hún já þegar ég bað hennar í sundlaug í Lasko í Slóveníu síðastliðið sumar.....

 

 


PAD ( pitcure a day ) dagur 2 ( sjálfsmyndarverkefnið )

Hér kemur dagur 2, sem var í gær.

pad 2

Þessa mynd tók ég í bílnum í dag, já ég er við stýrið, þó ekki í akstri.

Ég eyði töluvert miklum tíma í bílnum og hef alltaf gert. Mér finnst rosalega gaman að keyra og ferðast um landið og mér finnst það róandi og gott.

Sem betur fer fann ég konu sem er tilbúin í þann pakka með mér, .þ.e.a.s. að ferðast.

En dagur tvö liðinn so here you go.


Sjálfsmyndarverkefnið....dagur 1

Þetta er myndin frá degi 1 í sjálfsmyndarverkefninu. Myndirnar verða líka hér semsagt.

pad 1

Í dag þann 2 janúar 2008 byrjaði ég í fæðingarorlofi. Ég verð semsagt heima með Gúu Dögg minni næstu þrjá mánuði ( fer reyndar næstu daga aðeins í vinnu en er samt byrjaður í orlofi )

Í dag byrjaði líka ljósmyndaverkefni sem ég verð með næstu 90 daga eða svo, en það er að ég ætla að taka mynd á dag.

Ætla ég að taka sjálfsmyndaformattið á það, .þ.e.a.s. að myndirnar verða að vera af mér. Einnig verða þær að verða komnar inn á flickr síðuna mína fyrir klukkan 23:59 á kvöldin.

Ég ætla líka að nota tækifærið og skrifa niður hugleiðingar mínar við hverja mynd, þannig að þetta verður líka photo-blogg.

En ég er voðalega þakklátur fyrir það tækifæri sem ég fæ að fá að vera með dóttur minni næstu þrjá mánuði og fylgjast með henni dafna. Á mörgum stöðum í heiminum er það þannig að feðurnir fá kannski mánuð í orlof, en við fáum allt að sex mánuðum hér á íslandi og er það magnað.......en here we go.....endilega kommenterið og gefið mér feedback.

 

 


Mynd á dag....sjálfsmyndarverkefni á flickr síðunni minni

Ég byrjaði á dag í ljósmyndaverkefni sem ég ætla að vera með næstu 90 daga. Þið getið fylgst með á flickr síðunni minni

 Slóðin er http://www.flickr.com/photos/mattimatt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband