Ég er brjálaður!!!

Ég er ánægður með það að Dagur skuli vera orðinn borgarstjóri, það er enginn vafi á því. En að samfylkingin skuli voga sér að fara í meirihlutasamstarf við einn mest spilltasta mann í íslenskri pólitík í dag eru algjörlega forkastanleg vinnubrögð!

Ég veit ekki betur heldur en að í kringum sveitastjórnarkosningarnar í fyrra hafi verið talað allt kapp skuli lagt á það að komast í borgarstjórn og að gera það að verkum að Bingi ( framsókn ) yrði valdalaus. Og síðan þegar það kom í ljós að Bingi hefði fengið 5 - 6 % atkvæða ég endurtek 5 - 6 % atkvæða, var hamrað á því að það sé skandall að þessi maður ( Bingi ) væri kominn að kjötkötlunum og skarandi eld að eigin köku, kominn í valdmestu stöðu borgarinnar á atkvæðum örfárra.

Ég lýsi yfir megnustu óánægju með þessa niðurstöðu!


mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurnning hvort Dagur þurfi ekki að éta ofan í sig eigin orð en hann sagði nánast orðrétt fyrir rúmu ári síðan að: Borgarbúar hafi ekki kosið framsóknarflokkinn til valda í Reykjavík en Sjálfstæðismenn haldi honum að kjötkötlunum. 

Persónulega hefði ég viljað sjá xd og xs saman sérstaklega þar sem erfiðir samningar eru í kjaramálum á næsta leiti og vel þarf að halda á spilum bæði gagnvart útsvarsgreiðendum og launafólks. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband