Smá fréttir og uppdeit af okkur.

Jæja.

 Ég hef ekki undir neinum kringumstæðum nennt að blogga síðustu vikur. Ekki það að kreppan sé eitthvað sérstaklega að fara með mig eða mína fjölskyldu. En það hefur bara ekkert annað komist að í fjölmiðlum og umræðum þannig að ég hef bara haldið mig til hlés.

 En af okkur er barasta allt gott að frétta. Við hjónakornin erum búin að ná að eiga góða daga saman síðustu tvær vikur eða svo. En Beta er búin að vera vinna tvöfalda vinnu frá því í ágúst, vegna þess að hún fékk það frábæra tækifæri að klippa kvikmynd og því vildum við gera allt til að það gengi upp. En ég er búinn s.s. að skipta um vinnu og er því að vinna í viku og á því frí í viku. Þá viku sem ég er að vinna erum við það heppin að eiga Diljá systur hana Betu að, því að hún hefur gjörsamlega bjargað okkur á meðan þessu verkefni stóð, en hún bjó hjá okkur þá vikuna og passaði Gúu Dögg.

 En nú er s.s. búið að vera smá pása í þessu verkefni hennar og því höfum við náð góðum tíma saman fjölskyldan.

En konan mín er greinilega fær í því sem hún er að gera, því að í kjölfarið á þessu er búið að biðja hana að klippa heimildarmynd. Það er reyndar á allt öðrum forsendum heldur en hitt verkefnið og því mun auðveldara að samræma fjölskyldulífið og vinnuna. En það er virkilega frábært að hlutirnir séu að ganga svona upp hjá henni.

 Varðandi mig, að þá er ég bara hress. Ég er að bögglast við að læra dönsku svo að ég geti farið í inntökuprófin í Danmörku nú í vor og gengur það svona ágætlega.

 En þá að því sem sem skiptir mestu máli: Gúa Dögg Matthíasdóttir blómstar gjörsamlega. Hún er hjá æðislegri dagmömmu, henni Sissu og fílar það gjörsamlega í botn. Litla daman mín sem er ekkert lítil lengur er farin að hlaupa um og láta hafa aðeins meira fyrir sér, sem er bara gaman ( oftast nær ) Einnig er hún farin að tala ( ekki alveg á fullu ) en hún er komin með smá orðaforða og er að byrja á því að tengja saman orð. Orðið meira er í miklu uppáhaldi, sérstaklega við matarborðið.

 Ég er líka búinn að vera nokkuð virkur á facebook síðustu daga, gaman að "hitta" fólk sem maður hefur ekki "hitt" lengi og aðeins að konnekta.

 Síðan að lokum

 

ÍSLAND Á AÐ GANGA Í ESB OG TAKA UPP EVRU!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Thoroddsen

Husk nu at blive ved med at øve dig for øvelse skaber mester! Det har været superskønt at have de dage sammen med jer, det er en dejlig familie vi har ;-)

Elísabet Thoroddsen, 24.10.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband