Eina manneskjan með viti!

Það virðist vera sem svo að Þorgerður Katrín sé eina manneskjan með viti í forystu sjallanna.

Ég held að þetta sé í eina skiptið sem ég segi "jess" upphátt er ég les eitthvað sem forystumenn sjallanna hafa sagt.

En fyrir utan það að það ÞURFI að sækja um aðild að ESB og taka upp EVRU að þá er það bráðnauðsynlegt að verðtrygging af íbúðalánum verði afnumin.

Annars enda ég gjaldþrota á næsta ári.


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo sammála þér. Verðtrygginguna af það er fullt af fólki í sömu stöðu og þú. Og kjósum Þorgerði Katrínu hún er kröftug og yrði góður leiðtogi

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Elísabet Thoroddsen

Pant ekki verða gjaldþrota!

Elísabet Thoroddsen, 28.10.2008 kl. 08:48

3 identicon

Almenningur er einfaldlega byrjaður að tengja mikla neikvæðni við andlit Geirs og ég tel að ferill hans muni aldrei jafna sig.

Hún er pottþétt framtíðarleiðtogi flokksins. Ég tel að eina leiðin til þess að minnka fall flokksins í næstu kosningum sé að Geir viðurkenni mistökin og víki, þá gæti flokkurinn byrjað upp á nýtt með Þorgerði Katrínu sem formann. Hún er sveigjanlegri og ekki hrædd við að endurskoða stefnurnar, einnig myndi hún ekki láta klíkurisaeðlur eins og Davíð Oddson hafa áhrif á ákvörðunartöku sína.

Geiri (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband