Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þetta kemur á óvart!

Já ég verð nú að segja það að þessi frétt kom mér stórkostlega á óvart. En nú veit maður ekki hvað liggur þarna að baki. En ég óska Guðna velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur

 

GÖNGUM Í  ESB, TÖKUM UPP EVRU OG AFNEMUM VERÐTRYGGINGUNA!!!
mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barist í deyjandi flokki.

Skil ekki afhverju þetta fólk horfist bara ekki í augu við raunveruleikann. Íslendingar tengja framsókn saman við alla þá spillingu sem búin er að eiga sér stað hér undanfarin ár. Einkavinavæðingu ofl ofl. Einnig að það er þeim m.a. kenna ásamt sjöllunum hvernig komið er fyrir landinu núna!

Þeir ættu betur að sjá sóma sinn og leggja flokkinn niður og gefa okkur frí frá þeim!


mbl.is Formannsslagur í Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drullist til þess að gera eitthvað!

Ég er búinn að vera veikur heima undanfarna daga og hef í raun verið í einhverju móki og ekki náð að fylgjast almennilega með því sem er búið að ganga á í þjóðfélaginu, kannski sem betur fer!

 En þó skilst mér að engin stórkostleg tíðindi hafi litið dagsins ljós, nema það sama að við sem þjóð erum rúin trausti á meðal þjóða heimsins, við fáum hvergi fyrirgreiðslu neinsstaðar, umheimurinn skilur ekki afhverju ekki er búið að skipta um fólk í brúnni bæði í seðlabanka sem og fjármálaeftirliti og afhverju ekki er búið að boða til kosninga hér og síðast en ekki síst afhverju Ísland þetta 320.000 manna land telji að það geti haldið úti sínum eigin gjaldmiðli!

 Stærstu tíðindi dagsins í gær voru þau að sjálfstæðisflokkurinn ákvað að skipa nefnd til þess að ákveða hvort að ESB væri málið! Jæks.....hvar eru tíðindin í því? Sjálfstæðisflokkurinn er þótt að hann telji sig annað, að koma þessu landi það langt í holuna að það verður ekki hægt lengur að moka sig upp. Við þurfum ekki á einhverri andskotans nefnd að halda um það hvort að Sjálfstæðisflokkurinn telji að ESB sé málið fyrir SIG, okkur er skítsama um Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna, VG, Framsókn eða Frjálslynda. Við viljum og þurfum að fá svör um það hvernig við ætlum að koma íslandi úr þeim stað sem við erum á í dag.

Það gerist ekki með því að halda sama liðinu við völdin, sama hvort það heitir ríkisstjórn, stjórnarandstaða, seðlabanki eða fjármálaeftirlit. Það gerist ekki  með því að halda í ónýtan gjaldmiðil sem er að eyðileggja allt í þessu landi, og sú blinda að segja að krónan sé fullgildur gjaldmiðill er svo ótrúlegt að hálfa væri nóg.

Geir Hilmar Hardee segir í dag í viðtali við mbl.is að sjálfstæðisflokkurinn sé ekki hræddur við kosningar! Ok frábært. Rjúfðu þá þing og boðaðu til nýrra kosninga sem fyrst.

 Ingibjörg Sólrún er komin til baka eftir veikindi, frábært, vertu velkomin. En drullastu þá til þess að fylgja stefnu flokksins þíns eftir. Við viljum í ESB núna og ekkert kjaftæði. Við viljum seðlabankastjóra burt og bankaráð seðlabankans. Og við viljum kosningar. Hafðu engar áhyggjur því samfylkingin kæmi sterkt út úr þeim.

Það er sorglegt að eini maðurinn sem hafi sagt af sér er Bjarni Harðarson, og það fyrir að hafa ekki kunnað að senda e-mail. Reyndar var e-mailið stunga í bakið á samherja, en e-mailið var samt sannleikur! Fleiri mættu taka það sér til fyrirmyndar þá ákvörðun Bjarna að segja af sér.

 


Stebbifr ekki alveg samkvæmur sjálfum sér!

Á síðunni sinni http://www.stebbifr.blog.is skrifar hann eftirfarandi texta: Allir sem vilja skrifa athugasemdir geta nú skrifað þær í stað þess að áður gátu aðeins skráðir notendur kerfisins skrifað.

Eftir sem áður er nafnleysi ekki liðið. Ég áskil mér allan rétt til að fjarlægja óviðeigandi komment. Lokað er án hiks á þá aðila sem fara yfir mörkin hér í kommentum. Bannað er að setja myndir í kommentin ( tilvitnun lýkur )

Nú er það svo að ég hef þrvisvar sinnum síðustu daga commentað á færslur sem hann hefur skrifað, tvær þeirra um Skjá einn og eina um verslunarmiðstöð sem opnaði í London nú í síðustu viku. Í þessum færslum hefur Stefán verið með rangfærslur og raunar fjarlægði hann aðra færsluna um Skjá Einn. Ég commentaði á þessar rangfærslur og síðan það að hann hafði fjarlægt aðra færsluna, ég var ekki dónalegur né ókurteis og skrifaði ég undir nafni eins og ég geri ávallt og hvergi fór ég yfir nein mörk en samt birtir hann ekki comment mín. Það eina sem ég gerði var að benda Stefáni á þessar rangfærslur og spurði hann útí hvers vegna hann hefði fjarlægt færsluna og einnig afhverju hann leyfði omér ekki að commenta hjá sér, enn hefur stebbifr ekki svarað mér né birt comment mín.

Finnst þetta bara skondið í ljósi þess sem hann skrifar um athugasemdarkerfið hjá sér.

ÍSLAND Í ESB, TÖKUM UPP EVRU OG AFNEMUM VERÐTRYGGINGUNA!

Ps: Sjónvarpið okkar datt í gólfið og okkur vantar nýtt/gamalt sjónvarp, allavegna þangað til að við fáum að vita hvort tryggingarnar bæti tjónið. Vinsamlegast ef þú átt sjónvarp sem þú vilt losna við endilega skildu eftir uppl í commentakerfinu


Mér þykir leitt....

Mér þykir leitt að ég komist ekki, er fastur í vinnu.

En ég vona svo sannarlega að fólk flykkjist í þessa göngu. Það er kominn tími til á að íslendingar hætti að væla heima hjá sér eða í símatíma hjá Reykjavík Síðdegis og drullist til þess að mótmæla.

Ef tíminn er ekki til þess núna, hvenær þá?

ÍSLAND Í ESB, TÖKUM UPP EVRU OG AFNEMUM VERÐTRYGGINGUNA!

Ps: Sjónvarpið okkar datt í gólfið og okkur vantar nýtt/gamalt sjónvarp, allavegna þangað til að við fáum að vita hvort tryggingarnar bæti tjónið. Vinsamlegast ef þú átt sjónvarp sem þú vilt losna við endilega skildu eftir uppl í commentakerfinu


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband