It´s about time!!!

Mikið var að tekin var sú ákvörðun að lækka þessi blessuðu gjöld, enda er þetta algjör firra að borga 1000 krónur í hvert sinn sem þú ferð í gegn, þ.e.a.s. ef þú ert ekki með lykil sem ég blessunarlega er með, þannig að ég hef verið að borga þessar 270 kr á ferð og fara þær niður í 259 sem er jákvætt. En ég er með lykil eins og áður sagði og stafaði það að því að ég bjó uppá skaga og keyrði á milli daglega, en auðvitað ættu allir að vera með lykil óháð því hvort að þú notir göngin lítið eða mikið.....fyrir það fyrsta að þá dregur það úr teppunni sem myndast við gjaldskýlið og það sparast hellings peningur fyrir vikið

Þeir hefðu bara mátt lækka meira, en þetta er þó byrjun.


mbl.is Veggjald í Hvalfjarðargöngunum lækkar 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Rúnar Halldórsson

Einhvern veginn verður nú að borga skuldir Hvalfjarðarganga og þeim fer fjölgandi sem gleyma því að stofnað var til félags um að búa til göngin og greiða þau niður með notendagjöldum - af því ríkið hafði ekki minnsta áhuga á að gera göng undir Hvalfjörð á þessum tíma (þau væru ekki kominn enn þann dag í dag ef frumkvöðlar að stofnun Spalar hefðu ekki tekið til sinna ráða!). Og svo öllu sé nú til skila haldið: Kveðið var á um það í samningum að veggjaldið skyldi halda í við verðlag og samkvæmt því ætti þúsundkallinn að vera ca. 1.400-1.500 krónur núna! Gjaldið hefur því lækkað stórlega frá upphafi og áskriftargjöldin miklu miklu meira, bæði í krónum og að raunvirði. Ég er áskrifandi með 100 ferða skammt eins og þú. Við fáum mikið fyrir lítið þegar við keyrum undir Hvalfjörð og það er bara eðlilegt að stakar ferðir kosti mun meira.

Atli Rúnar Halldórsson, 6.2.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Enda er ég alls ekki að gagnrýna þessa lækkun eða það að göngin séu komin, heldur eingöngu að benda á það að mikið var að gjaldið lækkaði....mér og fleirum t.d. bæjarstjórn Akraness. En eins og áður sagði er þetta flott

Matthias Freyr Matthiasson, 6.2.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband