Veikur heima en athyglisgáfan í lagi, Fréttastofa stöðvar 2

Er búinn að vera veikur heima sem er mjög súrt og leiðinlegt, sérstaklega í ljósi þess hve gott veður er búið að vera úti í dag. Ég og betri helmingurinn fórum í útilegu um helgina, fórum á Arnastapa sem er á snæfellsnesinu og fengum þetta líka frábæra veður og var þetta algjörlega geggjað. Vorum búin að kaupa dýnu sem gerði það að verkum að við fundum ekki neitt fyrir því að við lægjum á vinddýnu sem er magnað, sérstaklega í ljósi þess að Beta er komin rúma 7 mánuði á leið. Mæli með því að fólk fari á snæfellsnesið og skoði sig um þar, magnað svæði.

Annars var ég að horfa á fréttirnar á Stöð 2 áðan ( sem bloggararnir segja að muni verða lögð niður á næstu dögum ) og ég held að í fyrsta skiptið í sögu fréttastofu stöðvar 2 hafi aðeins verið einn fréttaþulur ( anchorman ) ( Sigmundur Ernir ). Ætli það þýði eitthvað um framtíð fréttastofurnar?.

Leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt hjá mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er gífurlega kostnaðarsamt að reka fréttastofu með öllu sem því fylgir og afar erfitt hér á landi þar sem ríkið rekur fréttafyrirtæki sem ekki þarf að hafa áhyggjur af slíku þar sem skattgreiðendur borga endalaust tröllaukið tap á starfseminni. Þetta mun sjálfsagt ekki breytast fyrr en hætt verður að láta kommúnista stjórna menntamálaráðuneytinu. 

Baldur Fjölnisson, 2.7.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband