Lífið er yndislegt.

Ég veit ekki hvort að fólk muni halda að ég sé ekkert annað en væminn og tilfinningaríkur þessa dagana......það er líka alveg rétt:)

En ég hef ekkert að segja annað en það að lífið er yndislegt þessa dagana og stúlkan er eins og ljós. Alveg magnað að fylgjast með henni þroskast og dafna. Maður sér hana stækka á hverjum degi og taka meira og meira eftir umhverfinu, hún er líka ekki langt frá því að fara halda höfði. Mömmu hennar finnst líka rosalega gaman að klæða hana upp í voða pæjuleg föt:)

Við erum búin að vera nokkuð dugleg við að fara út, fórum uppá skaga í gær og litla daman var bara vakandi allann daginn, í heimsóknunm víðs vegar um daginn. Hún virðist kunna bara vel við sig í bílstólnum sem er vel því að foreldrarnir eru duglegir við að ferðast.

Síðan erum við að spá í að fara til köben í Des, ef það er einhver góðhjartaður þarna úti sem á íbúð í köben sem hægt er að leigja eða þekkir einhvern sem á íbúð sem hægt er að leigja væri ég voða þakklátur ef sá hinn sami myndi vilja leigja okkur hana í des.

Annars bara gleðileg væmniskveðja úr litlu íbúðinni frá litlu famyliunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökkum innilega fyrir heimsóknina í gær, æðislegt að sjá ykkur.

Það er bara gaman að heyra hvað þið eruð hamingjusöm og þú mátt sko alveg vera væmin, næg ástæða til þess Matti minn. Þessi dóttir ykkar er algjört gullagull og okkur hlakkar ekkert smá til að fylgjast með henni í framtíðinni!

Knús á stelpurnar þínar frá okkur.

Kveðja Stína og co.

Kristín Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband