Sjálfsmyndarverkefnið....dagur 1

Þetta er myndin frá degi 1 í sjálfsmyndarverkefninu. Myndirnar verða líka hér semsagt.

pad 1

Í dag þann 2 janúar 2008 byrjaði ég í fæðingarorlofi. Ég verð semsagt heima með Gúu Dögg minni næstu þrjá mánuði ( fer reyndar næstu daga aðeins í vinnu en er samt byrjaður í orlofi )

Í dag byrjaði líka ljósmyndaverkefni sem ég verð með næstu 90 daga eða svo, en það er að ég ætla að taka mynd á dag.

Ætla ég að taka sjálfsmyndaformattið á það, .þ.e.a.s. að myndirnar verða að vera af mér. Einnig verða þær að verða komnar inn á flickr síðuna mína fyrir klukkan 23:59 á kvöldin.

Ég ætla líka að nota tækifærið og skrifa niður hugleiðingar mínar við hverja mynd, þannig að þetta verður líka photo-blogg.

En ég er voðalega þakklátur fyrir það tækifæri sem ég fæ að fá að vera með dóttur minni næstu þrjá mánuði og fylgjast með henni dafna. Á mörgum stöðum í heiminum er það þannig að feðurnir fá kannski mánuð í orlof, en við fáum allt að sex mánuðum hér á íslandi og er það magnað.......en here we go.....endilega kommenterið og gefið mér feedback.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kittý Sveins

Sæll Matti.. gaman að sjá þig aftur á moggblogginu.. og ennþá skemmtilegra að fá að fylgjast með þér svona í máli og myndum :)

Kv Kittý og bumban!

Kittý Sveins, 5.1.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband