Innilega til hamingju

Ég þekki Guðna Má ekki af neinu nema góðu einu. Kópavogsbúar eru heppnir að hafa fengið hann í sína þjónustu.

Til hamingju Guðni:=)


mbl.is Guðni Már Harðarson valinn í Lindaprestakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnús

Ég er nú Kópavogsbúi og tel mig ekki heppnan að fá Guðna Má sem starfandi prest í Lindahverfið.  Ég vona þó að hann geti látið leikskóla og grunnskólana í friði - hann vonandi veit að trúboð er bannað í skólum.

Jón Magnús, 25.6.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það myndi vera „tel mig ekki vera heppinn“ og svo í framhaldinu er allt í lagi að gefa manninum séns enda er þetta öðlingspiltur.

Þó svo að þú sért eitthvað að fýlupokast yfir þessu þá máttu ekki gleyma því að Guð er góður og vill öllum vel.

Magnús V. Skúlason, 25.6.2008 kl. 11:23

3 identicon

Takk fyrir hlý orð og því að samgleðjast mér Matti og Magnús, held samt enginn hafi fyrirfram átt von á því að ráðning í embættið og fjölgun presta í Kópavogi, myndi vekja sérstaka gleði í herbúðum öfgatrúleysingja ;-)

Guðni Már (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Jón Magnús

Nú, ég sem hélt að guddi karlinn væri augljóslega vondur - allavega skv. Biblíunni.

Annars ber ég mjög takmarkaða virðingu fyrir ríkistarfsmönnum með rúma 1/2 milljón á mánuði við að breiða út einhverja vitleysu. Og ég er ennþá ósáttari þegar hluti af mínum skatttekjum fer í það að borga þessum mönnum laun.

Það þarf nú að fara hljálpa þessum mönnum að standa á eigin fótum, þessi aumingjaskapur gengur ekki lengur.

Jón Magnús, 25.6.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þér er nú líka í lófa lagi að láta þann hluta skattsins sem þú greiðir í ríkissjóð sem fer í þessa fjármögnun og láta þitt framlag renna til t.d. Háskóla Íslands eða ertu kannski líka á móti ríkisvæðingu menntastigsins?

Kynntu þér síðan málin aðeins betur, það er mikil munur á því að vera sóknarprestur sem fær greidd laun skv. samkomulagi ríkissjóðs og þjóðkirkjunnar og annars vegar sem prestur sem fær greidd laun frá sókninni sjálfri. Slík stöðugildi eru jafnan ótryggari og meira háð efnahagsþrengingum heldur en embætti sóknarpresta.

Taktu eftir því að það sem þú kallar vitleysu er hlutur sem fleiri tugþúsundir Íslendinga byggja lífsviðhorf sín. Það er eitt að hafa skoðun á málum, annað að vera með ærumeiðingar og svívirðingar. 

Minna fer fyrir aumingjaskap þegar menn hafa kynnt sér aðeins málin. Nema menn loki augunum fyrir sannleikanum, það ber kannski vott um aumingjaskap.

Magnús V. Skúlason, 25.6.2008 kl. 14:45

6 Smámynd: Jón Magnús

Þér er nú líka í lófa lagi að láta þann hluta skattsins sem þú greiðir í ríkissjóð sem fer í þessa fjármögnun og láta þitt framlag renna til t.d. Háskóla Íslands eða ertu kannski líka á móti ríkisvæðingu menntastigsins?

Nú ertu að mis... það eru sóknargjöldin sem eru ~2,2 milljarða (skv. fjárlögum 2008). Ríkið borgar síðan laun flestra presta með almennum skatttekjum og maður getur ekkert neitað að borga það.  Ríkiskirkjan fær ~4.4 milljarða í tekjur á næsta ári skv. fjarlögum.  Þannig er það í dag og mun ekki breytast fyrr en Ríkiskirkjan verður tekin af spenanum.  1.5 milljarður fer í að borga kostnað embættis Biskups Íslands og samkvæmt því fer sá peningur í að borga laun og embættiskostnað 139 (skv. tölum 2007) presta og prófasta og í rekstur Biskupsstofu.

Taktu eftir því að það sem þú kallar vitleysu er hlutur sem fleiri tugþúsundir Íslendinga byggja lífsviðhorf sín

~40% þjóðarinnar teljast kristin skv. könnun Gallups frá 2004.  Fullt af fólki hélt einu sinni að jörðin væri flöt, það var nú tóm vitleysa hjá því.

Það er eitt að hafa skoðun á málum, annað að vera með ærumeiðingar og svívirðingar.

Hvar hef ég vegið að æru einhvers? Ekki vera að segja að ég stundi ærumeiðingar ef þú finnur engar og þótt þú takir óheflað málfar eitthvað nær þér, þá eru það bara uppgerðar sárindi sem ég tek ekki mark á.

Minna fer fyrir aumingjaskap þegar menn hafa kynnt sér aðeins málin. Nema menn loki augunum fyrir sannleikanum, það ber kannski vott um aumingjaskap.

Ég hef kynnt mér þessi mál mjög vel svo slepptu því að tala eins og þú sért eitthvað merkilegri en ég og hvaða "sannleika" ert þú að tala um?  Sannleikanum um Jésu krist? 

Jón Magnús, 25.6.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband