Gifti maðurinn er atvinnulaus

Jæja, við hjónakornin erum komin heim úr brúðkaupsferðinni. Við fórum semsagt til London núna á mánudaginn síðasta til þess að reyna að hlaða batteríin eftir erilsamar vikur.

Vil samt áður en lengra er haldið, að byrja á því að þakka fyrir kveðjurnar sem við höfum fengið, bæði hér sem og í sms og fleira. Og auðvitað viljum við þakka öllum þeim sem komu til þess að fagna þessum degi með okkur. Þetta var bara geggjað.

En á sunnudaginn komu Palli bró og fjölsk og Kári bró og fjölsk í heimsókn ásamt mömmu og pabba og ömmu og afa. Var virkilega gaman að fá þau öll í heimsókn og gott að fá tækifærið til þess að eyða smá stund með Kára og fjölsk, en þau búa í Færeyjum.

Síðan snemma á mánudagsmorguninn var lagt af stað til keflavíkurflugvallar og tekið flug til London með IXE. Gistum við á St. Giles hótelinu sem er rétt hjá Tottenham Court Road og því alveg miðsvæðis. Fyrstu nóttina eyddum við í svítu og í raun og veru fyrsta deginum því að við sváfum eiginlega bara allann daginn liggur við. Vorum bæði alveg búin á því, sérstaklega Beta sem hafði fengið einhvern vott af flensu.

Fyrstu dagarnir fóru semsagt bara í það að sofa og slaka á. Við röltum mikið um London og skoðuðum hverfi sem við höfum ekki verið vön að skoða, fórum götur sem eru svona litla og kósý með litlum búðum og litlum og heimilislegum matsölustöðum. Við semsagt nutum þess að vera túristar. Fórum á maddam tussau eða hvernig þetta er skrifað og það var frábært. Röltum hjá Westmineste Abbey, og skoðuðum London Eye ( að kvöldi til ) og fleira og fleira.

Síðan einn af hápuntkum ferðarinnar var ferð okkar á söngleikinn Avenue Q. Ég ætla kannski ekki að fara nánar útí þá sýningu annað en það að við bæði mælum sterklega með henni. Hún er ÆÐISLEGA FRÁBÆR.

En að öðru......

Ég er atvinnulaus og er því að leyta mér að vinnu.....ef einhver veit um eitthvað handa mér, má hinn sá sami senda mér línu á mailið mitt....mmatthiasson@hotmail.com sem er líka msn-ið mitt. Er til í að skoða flest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband