Færsluflokkur: Bloggar

Breytingar + eineltishugsanir

Ákvað eftir að hafa haft sama lookið á þessari síðu frá opnun fyrir tveim árum síðan, að breyta til. Það var annað hvort það að breyta lookinu eða hætta alveg að blogga.

Ég tók s.s. þá ákvörðun að halda áfram að blogga og ætla að reyna að vera virkari núna en síðustu mánuði.

Það er ýmislegt að gerjast í hausnum á mér þessa daga. Eftir viðtalið sem tekið var við mig í blaði Regnbogabarna ( en hægt er að lesa viðtalið hér á þessari síðu ) að þá er ég búinn að vera með það í hausnum á mér að setja sögu mína niður á blað, .þ.e.a.s. bók. Er að skoða það þessa dagana m.a.


Er Ólafur að grínast?

Vill þessi maður ekki vera tekinn alvarlega sem þjálfari íslenska landsliðsins? Að velja Stefán Þ. Þórðarsson í landsliðið eftir frammistöðu hans með ÍA í sumar, sem er bæ ðe vei liðið sem ég held með.

Stefán hefur ekki getað rassgat í allt sumar, ekki frekar en skagaliðið allt. Það eina sem hann hefur lagt að mörkum er kjaftbrúk við dómara og leikmenn og leikaraskap. Ég er yfir mig hneikslaður á þessu vali, ég er hissa á því að Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflvíkinga og markahæsti maður íslandsmótsins og eða Björgúlfur Takefusa voru ekki valdnir í stað Stefáns.

En er ánægður með að Hemmi verði fyrirliði, bara gott mál.

Nú er að bíða og sjá hvað gerist.


mbl.is Heiðar Helguson í landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama, næsti forseti USA. American Prayer

Þeir sem standa að framboði Barack Obama mega eiga það að þeir eru duglegir við að fá tónlistarfólk til liðs við sig. Geggjað lag! 


Andlitsbók,tónlist,leikskólaleikur...allir saman nú, í leikskóla er gaman

Það mætti halda að þessir svokölluðu þjónar almennings, kjörnir fulltrúar sjálfstæðisflokks séu komnir aftur á leikskólana. Miðað við framgöngu þeirra í málefnum borgarinnar.

Mér blöskraði þessi vinnubrögð og bjó til grúppu á andlitsbókinni á mánud. Í dag ery rúmlega 350 manns skráðir í grúppuna. Hvet alla til að skrá sig í hana, en hún heitir " Ég styð ekki nýjan meirihluta í Reykjavík"

http://www.new.facebook.com/group.php?gid=22723272730


mbl.is Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að halda áfram að vinna....bara flott

Innilega til hamingju með vinningin. Mikið rosalega finnst mér þau hafa flott viðhorf til þessa vinnings. Ætla að vinna áfram og hjálpa vinum og fjölskyldu...flott mál.


mbl.is Milljónamæringar í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir úr brúðkaupinu

Fyrsti kossinn sem hjón

Fyrsti kossinn okkar sem hjón

IMG_4574

 

 

 

 

 

 

Finnst brosið á Braga yndislegt

354

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Finnst þessi mynd æðisleg 

 

Koma kannski fleiri myndir á næstu dögum 


Gifti maðurinn er atvinnulaus

Jæja, við hjónakornin erum komin heim úr brúðkaupsferðinni. Við fórum semsagt til London núna á mánudaginn síðasta til þess að reyna að hlaða batteríin eftir erilsamar vikur.

Vil samt áður en lengra er haldið, að byrja á því að þakka fyrir kveðjurnar sem við höfum fengið, bæði hér sem og í sms og fleira. Og auðvitað viljum við þakka öllum þeim sem komu til þess að fagna þessum degi með okkur. Þetta var bara geggjað.

En á sunnudaginn komu Palli bró og fjölsk og Kári bró og fjölsk í heimsókn ásamt mömmu og pabba og ömmu og afa. Var virkilega gaman að fá þau öll í heimsókn og gott að fá tækifærið til þess að eyða smá stund með Kára og fjölsk, en þau búa í Færeyjum.

Síðan snemma á mánudagsmorguninn var lagt af stað til keflavíkurflugvallar og tekið flug til London með IXE. Gistum við á St. Giles hótelinu sem er rétt hjá Tottenham Court Road og því alveg miðsvæðis. Fyrstu nóttina eyddum við í svítu og í raun og veru fyrsta deginum því að við sváfum eiginlega bara allann daginn liggur við. Vorum bæði alveg búin á því, sérstaklega Beta sem hafði fengið einhvern vott af flensu.

Fyrstu dagarnir fóru semsagt bara í það að sofa og slaka á. Við röltum mikið um London og skoðuðum hverfi sem við höfum ekki verið vön að skoða, fórum götur sem eru svona litla og kósý með litlum búðum og litlum og heimilislegum matsölustöðum. Við semsagt nutum þess að vera túristar. Fórum á maddam tussau eða hvernig þetta er skrifað og það var frábært. Röltum hjá Westmineste Abbey, og skoðuðum London Eye ( að kvöldi til ) og fleira og fleira.

Síðan einn af hápuntkum ferðarinnar var ferð okkar á söngleikinn Avenue Q. Ég ætla kannski ekki að fara nánar útí þá sýningu annað en það að við bæði mælum sterklega með henni. Hún er ÆÐISLEGA FRÁBÆR.

En að öðru......

Ég er atvinnulaus og er því að leyta mér að vinnu.....ef einhver veit um eitthvað handa mér, má hinn sá sami senda mér línu á mailið mitt....mmatthiasson@hotmail.com sem er líka msn-ið mitt. Er til í að skoða flest.


Hamingjusamasti maður í heimi...gifti mig í gær!

Dagurinn í gær var einn sá allra besti sem ég hef upplifað, en í gær gengum við Beta að eiga hvort annað. Eftir langan og strangan undirbúning var stóri dagurinn loks upprunninn. Við áttum æðislega stund í þingeyrarkirkju í gær, þar sem að Sr. Sigurður Grétar gaf okkur saman, Hallgrímur Ólafsson stórfrændi minn spilaði í kirkjunni sem og Steinn litli bróðir Betu og Keli stjúpi hennar spiluðu inn og útgöngumarsinn.

Veislan var síðan haldin í skíðaskálanum í Hveradölum og var hún miklu meira en æðisleg, maturinn frábær og þjónustan æðisleg. Fullt af fólki kom og gladdist með okkur og var það okkur mikils virði. Fullt af fólki flutti frábærar og æðislegar ræður sem okkur þótti rosa vlnt um

Bandið Hitakútur spilaði síðan fyrir dansi og er það mál fólks að betri ballhljómsveit hefði fólk ekki upplifað fyrr......

Síðan er það bara London á morgun.....

kv

Matti....í 10unda himni


Innilega til hamingju

Ég þekki Guðna Má ekki af neinu nema góðu einu. Kópavogsbúar eru heppnir að hafa fengið hann í sína þjónustu.

Til hamingju Guðni:=)


mbl.is Guðni Már Harðarson valinn í Lindaprestakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir mig segir Matti byggir & Vantrú.is

Takk þið öll sem kommenteruðu á síðustu færslu. Takk SG fyrir þitt komment, vonandi að þú náir að hafa áhrif í þinni kennslu. Takk Jens Guð.....gaman að fá komment frá einum vinsælasta bloggara landsins. Takk Bakemono/Andrés, heiðurinn er minn:=) Varðandi brúðkaupið að þá er allt á réttri leið. Takk mama G, mikið rétt að það var töluvert um einelti í okkar tíð þarna uppá skaga, vonandi að það horfi til betri vegar í dag.

Ég er búinn að vera Matti byggir síðan á sunnudaginn. En þá með hjálp Braga og Palla bró tók ég mig til og byrjaði að byggja vegg inní stofunni minni, en við erum semsagt að búa til auka herbergi. Og til að gæta allrar sanngirni að þá gerðu Bragi & Palli mest í þessu, .þ.e.a.s. að setja grindina saman og upp.....ég horfði á og skrúfaði nokkrar skrúfur og sagaði nokkar spítur. En núna er ég einn í því að setja spónarplöturnar á vegginn, á von á Braga í aðstoð með það á eftir.

En við semsagt ákváðum að gera herbergi fyrir hana Gúu Dögg sem bara stækkar og stækkar og verður fallegri og skemmtilegri með hverjum deginum, en hún er nú alveg að verða 10 mánaða. Hún er farinn að tala nokkur orð og farinn að labba með húsgögnum ( og meiða sig í samræmi við það ) Einnig er hún kominn með tvær tennur í neðri góm, voða pæja. Hún er búin að vera núna í slatta tíma hálfan daginn alltaf hjá henni Helgu í pössun og er sko alveg að fíla það í tætlur.

En Gúa Dögg fær ekki herbergið alveg strax því að á næsta mánudag koma þau Randi og Nicolaj frá Danmörku í heimsókn, og verða hjá okkur fram yfir brúðkaupið.

Talandi um brúðkaupið að þá er það bara á næsta leiti, eða innan við 20 daga.....úff.....en það er allt að verða klárt sem betur fer. Og meðan ég man, en þá vorum við í brúðkaupinu hjá Daða og Huldu á laugardaginn....innilega til hamingju bæði tvö....virkilega vel heppnað og fallegt brúðkaup.

Síðan er ég kominn í sumarfrí/atvinnuleyt, því að ég lét af störfum mínum í Bústaðakirkju núna á föstudaginn síðasta. Ég átti góðan tíma þar og naut mín vel en nú er komið að öðrum kafla í mínu lífi.....við hvað veit ég ekki alveg:=)

Og að lokum að þá verð ég að minnast á félagskapinn vantrú.is en ég er aðeins búinn að vera að ræða við þá á spjallsíðum þeirra. Það sem er mér efst í huga er hvað þeir verða auðveldelga hörundsárir þessrir vantrúarseggir og eru fljótir til að kalla menn nöfnum og eru með dónaskap. M.a. var ég kallaður sjúkur og siðblindur og hafa aðrir lent í svipuðu orðaskaki.

Formaður vantrúar ( nafni minn ) virðist sjá rautt þegar minnst er á trúboð og þjóðkirkjuna og hann sér ekkert gott við trú,þjóðkirkjuna,trúboð. Hatur hans er svo mikið að hann blindast á það sem er fallegt. En einnig er mér spurn afhverju það er svona mikil heift í því að ráðast eingöngu á kristna trú? Ekki það að ég sé að segja að það eigi að vera að ráðast á nokkra trú eða trúarhópa en afhverju er einblínt á þjóðkirkjuna í þessum efnum?

Ég held að það segi sig mest sjálft að meirihluti þjóðarinnar sé sátt við þjóðkirkjuna og presta landsins. Það kannski sýnir sig ekki alltaf í messu sókn, en það sýnir sig í þeirri eftirspurn sem þeir þurfa að sinna. Prestar landsins eru yfirleitt mjög uppteknir og mikil aðsókn í viðtöl til þeirra. Það er það sem gildir. Fólkið í landinu vill þetta og kallar eftir þessu.

Ps: Ég er byrjaður að skrifa fyrir fotbolti.net......massa gaman


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband