Og það er stelpa

Það er ekki búið að vera mikið af því að ég bloggi hér síðustu daga, en það hefur verið nóg að gera. Ætla ég að reyna að breyta því, því nú eru kosningar í nánd og mikið þarf að ræða og skoða áður en þær hefjast og því mun síðan mín bera þess skýr merki. Pólitík mun semsagt vera í fyrirrúmi og síðan í og með kem ég með fréttir úr einkalífinu og svona öðruhverju einhverjar bullfréttir/skoðanir.

Og þessi færsla er úr einkalífinu en ég og Beta vorum í sónar í dag, og finnst mér þetta fyrirbæri merkilegt, .þ.e. sónartæknin og er ég svosem búinn að skrifa um það áður. En við sáum semsagt þetta gullfallega fóstur vera á fullu, sparkandi og snúandi sér og ég veit ekki hvað. Greinilegt er að fóstrið er strax byrjað að haga sér í samræmi við kyn, en HÚN var með krosslagðar lappir eins og hin fínasta dama:) og saug puttann eins og mest hún mátti.

En við eigum semsagt von á stelpu þann 21 ágúst. Gríðarleg gleði og hamingja í Hafnafirði en já við erum semsagt flutt ( man ekki hvort ég var búinn að segja það áður ) og vil ég óska Hafnfirðingum til hamingju með að hafa kosið rétt á laugardaginn, allavegnana kaus ég gegn stækkun ( eða breytingu á deiliskipulagi ) og var ánægður með útkomuna þótt hún væri tæp, sigur fyrir íbúalýðræðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarkey Björnsdóttir

Til hamingju!! Vííí þá ertu með mér í liði.. Stelpur eru æði

Bjarkey Björnsdóttir, 6.4.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Til hamingju og gangi ykkur vel.  Þeir sem fæðast í ágúst eru hið besta fólk.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 9.4.2007 kl. 02:07

3 identicon

Elsku Matti minn! Þetta er spennandi! Knúsaðu dömurnar þínar frá mér og mínum hér á Skaga.

Kv,

Anna Lára

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband