Formenn flokkanna & Maggi formaður UJ

Horfði á rúv í gær þar sem formenn ( konur eru líka menn ) flokkana komu saman og byrjuðu kosningabaráttuna af alvöru. Ég satt best að segja horfði með undrun á þennan þátt, Sigmar spyrill sem ég í flestum tilfellum fíla, var eins og skósveinn Geirs H Haarde. Geir slapp algjörlega frá því að þurfa að svara "hörðum" spurningum.

ISG kom vel út úr þessum þætti og virkilega náði að sýna sitt rétta andlit, enda er það málið að flestir líta á hana sem andlit stjórnarandstöðunar. Hún útskýrði mál sitt vel og vandlega, var vingjarnleg og ekki með neinn hroka. Fór vel yfir stefnuna hjá okkur og ég trúi ekki öðru en að við náum góðum úrslitum í mai.

En Jón formaður framsóknar kom ekki vel út en heldur ekki illa. Málið með hann er það að hann virðist lufsast einhvernveginn í gegnum allt og vantar allann pólitískan sjarma, en sjálfsagt er hann hinn besti kall....á bara ekki að vera í pólitík.

Það sama má segja um Ómar, hann á ekki heima í pólitík

Steingrímur kom vel út eins og alltaf, en málið með hann er það að hann er talsmaður flokks sem ég get ekki undir neinum kringumstæðum fundið samleið með, flokk afturfarar en ekki framfara.

Guðjón er því miður formaður flokks sem er bara illa staddur í þessum málum sem innflytjendamálin eru, hann átti erfitt í gær hann Guðjón.

Var einmitt á fundi með ISG og félaga Össuri fyrir viku síðan, og mikið rosalega hlakkar mig til baráttunar og ég er bjartsýnn eins og aðrir mínir félagar.

Já meðan ég man....áfram http://www.magnusmar.blog.is það er að segja Maggi formaður UJ sem er að bjóða sig fram í framkvæmdarstjórn samfylkingarinnar. Maggi er mikill snillingur sem ég þekki bara af góðu einu. Og á hann svo sannarlega skilið að komast þarna að.

Áfram X-S

Ps: Takk fyrir fallegar kveðjur í samb við óléttuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Magnús er flottur og góð fyrirmynd ungra jafnaðarmanna.

Páll Jóhannesson, 10.4.2007 kl. 19:22

2 identicon

Matti þú ert minn maður

Brjánn (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband