Var á leiknum og bæði lið mega skammast sín

Ok ég er stuðningsmaður ÍA og stoltur af því að öllu jöfnu en....

Markið sem Bjarni skoraði í gærkvöldi var LÖGLEGT en SIÐLAUST að mínu mati og það er rétt sem sagt er að það lítur út fyrir það að hann sé að reyna að skora. En hins vegar er það svo að við önnur svona tilfelli hefur Bjarni gefið boltan til baka á liðið í stað þess að skjóta og heiðarleiki hefur einkennt leik hans og það sást á viðbrögðum hans í gær eftir markið að honum brá að boltinn færi inn. Ómar markvörður Kef var líka illa staðsettur.

Skagamenn hefðu átt að gefa Kef mark því er ég sammála en framkoma Keflvíkinganna í framhaldinu var þeim og íþróttinni til skammar!! Þeir hlaupa á Andra Júl og gefa honum olnbogaskot í andlitið, reyna að "jarða" Bjarna ( það sama og gert var við leikmann Kef í Eyjum og Kef urðuð brjáluð yfir ) og elta síðan Bjarna eftir leikinn inn í vallarhús og hrauna yfir hann eftir að hafa hótað honum lífláti ofl inni á vellinum.

Svona haga "atvinnumenn" í knattspyrnu ekki.

Nota Bene að þá er ég ekki að afsaka Skagamenn en mér finnst að Kef megi líka aðeins horfa í eigin barm.


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Ertu ekki að grínast??? Ég er hrædd um að Skagamenn hefðu ekki ekki verið glaðir ef þetta hefði verið mark á þá.

Skagamenn eiga auðvitað að gefa þetta mark,,,annað er siðlaust,,,óvart eða ekki.

Ásgerður , 5.7.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Ágerður. Skoðaðu það sem ég skrifa

"Skagamenn hefðu átt að gefa Kef mark því er ég sammála "

Lestu greinina áður en þú commenterar

Matthias Freyr Matthiasson, 5.7.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Ásgerður

Ég las greinina vel :) ,,,en þú talar um að Kef megi horfa í eigin barm,,,það sem ég meina er að ef þetta hefði verið á hinn veginn,,þá hefði sko örugglega líka þurft lögreglufylgd. (bara fyrir einhvern annan)

Það er bara svo greinilegt að Bjarni horfir á markið og sér tækifæri til að skora og "notfærir sér það" að Ómar er kominn fram til að sjá hvað er að gerast.

Ég meina,,það eru Keflvíkingar sem sparka boltanum út af,,fyrir meiddann Skagamann,,,og Skagamenn notfæra sér það,,,skil ekki svona.

Svo ég skil ekki af hverju þeir eiga að horfa í eigin barm,,,á hvað eiga þeir að horfa????

Annars horfi ég næstum aldrei á fótbolta finnst það ekki mjög spennandi, en ég hef aftur á móti mjög sterka réttlætiskennd,,og þetta truflar mig.

Eigðu góðan dag

Ásgerður , 5.7.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Ásgerður

Verð að bæta aðeins við:)

Roslega eru þetta flottar myndir, svona í þrívídd, það sjást alveg svipbrigði og allt.

Það var bara tví-vídd(eða bara ein,,er ekki viss) þegar ég var að ganga með:)

Ásgerður , 5.7.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég verð að taka undir orð ásgerðar, þetta er alltaf spurning um þetta fair-play í íþróttum og Bjarni braut það með þessu, hvort sem það var viljandi eða ekki. Hann má reyndar eiga það að hann fór víst til Guðjóns og spurði hvort þeir ættu ekki að gefa Keflvíkingum mark með því að skora sjálfsmark eða leyfa þeim að skora ódýrt en Guðjón harðbannaði það. Ég ber mikla virðingu fyrir Bjarna sem fótboltamanni en á ekki nokkra virðingu handa Guðjóni. 

Þjóðarblómið, 7.7.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband