Barnið á leiðinni og ofmetinn Henry Birgir.

Ég hef ekki nennt að blogga.....engin spes ástæða fyrir því. Við ( ég og Beta ) erum núna bara að bíða eftir að dóttirin nenni að koma í heiminn, reyndar er ekki áætluð lending fyrr en á þriðjudag en samt. Beta er komin í frí og er búin að vera að gera hreiðrið klárt og stendur hún sig vel í því.

 Verð að segja það og hef sagt það áður....Konur þið eigið heiður skilin fyrir allt það sem þið leggjið á ykkur til þess að eignast börn, fyrir okkur kallana er þetta í flestum tilfellum pís of keik miðað við það sem þið þurfið að þola, hormónaflæði og grindargliðnun og grátköst og lítið þol og stækkandi maga og erfileika með sjálfsögðustu hluti, ef þetta væri lagt á karlmenn myndu þeir nær undantekningalaust leggjast í gólfið og grenja.....svo ég minnist nú ekki á fæðinguna sjálfa.....úff segji ég nú bara.....Konur þið eruð snilld.

 Verð reyndar að taka það einnig fram að meðgangan hjá Betu hefur gengið rosalega vel og ekki mikið um "aukaverkanir" og megum við vera þakklát fyrir það. Einnig vil ég minnast á það að við karlmenn sleppum sem betur fer við allt þetta " vesen " ( ekki illa meint ) en við fáum aftur á móti ekki að upplifa hreyfingarnar ofl eins og þið.

 En síðan er eitt....eins gott að þetta sé stelpa hjá okkur.....við eigum liggur við bara bleik föt:)

 Einnig....ekki hringja í okkur bara til þess eins að tékka hvort barnið sé ekki örugglega komið eða hvort það sé ekki á leiðinni.....trúið mér þið munið frétta það ef eitthvað gerist  

(en ykkur er guð velkomið að hringja og spjalla eða jafnvel koma í heimsókn )

 Henry Birgir íþróttafréttamaður var með einhverja "tilraun" hér á moggablogginu og skil ég tilraunina að vissu leyti en mikið finnst mér hann ofmetinn.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel í fæðingunni. Ég fæ svona flash back við að lesa þessa bloggfærslu , en þetta er allt rétt sem þú segir . við erum snilld.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband