Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Ný framtíð?

Set hér inn pistil sem skrifaði á spjallborð skagamanna í dag. Bjarni takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir ÍA, farnist þér vel á nýjum vettvangi.

Jæja

Er ekki spurning um að hætta vangaveltum um Bjarna Guðjónsson og það hver sagði hvað í þessu máli öllu saman. Það breytir ekki niðurstöðunni að Bjarni er farinn frá félaginu og kemur ekki aftur í bili.

Það er spurt í öðrum þræði hvort kaupa eigi leikmenn fyrir peninginn sem fékkst fyrir Bjarna. Ég er á þeirri skoðun að eina staðan sem þarf að styrkja er markmannstaðan, það segi ég með fullri virðingu fyrir Trausta sem stóð sig þvílíkt vel í gær, en hann er ekki nema 17 ára gamall. Páll Gísli er því miður ennþá meiddur og daninn er bara langt frá því nógu góður og á ekki skilið að vera í liðinu.

Ég myndi vilja sjá Árna Gaut í markinu og eða Stjána Finnboga, þá bara til enda þessa seasons.

Varðandi liðið að þá fannst mér vera meiri "gleði" og barátta framan af í gær, en eftir því sem eitt sterkasta lið landsins sigldi á, að þá dofnaði það.

En ég hef trú á að Tvíbbanir muni setja enn meira mark sitt á liðið nú á næstu vikum og hef enga trú á því að við munum falla, við erum betri en svo ( þrátt fyrir að taflan sýni annað )

Nú er leikur á móti FC Honka á fimmtud. Það verður gaman að sjá liðið spila í þeim leik, við höfum í raun að engu að keppa nema bara stoltinu og því á að gefa öllum þeim ungu strákum séns á að spila þennan leik. Gefa þeim reynslu og styrk í baráttunni sem framundan er.

Guðmundur Böðvar var rosalegur í gær, Björn Bergmann átti sinn besta leik tímabilsins, Trausti var flottur og síðan er Aron Ýmir á bekknum, en hann hefur komið sterkur inn þegar hann hefur fengið tækifæri. Með þessa menn og fleiri af kjúllunum erum við vel staddir.

Förum ekki KR/Val leiðina og reynum að kaupa okkur árángur. Styðjum og eflum þá menn sem eru fyrir og þá munum við sjá gullöldina byrja fyrr en sumir halda.

Áfram skagamenn í blíðu og stríðu


mbl.is Valur dró tilboð til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegt

Nú er ég harður stuðningsmaður ÍA, án nokkurs vafa. En ég á erfitt með að skilja ákvörðun Óla Jó að setja Stefán Þ. Þórðarsson í landsliðið. Og það segji ég án þess að vera að lasta Stefán, ég tel að Tryggvi Guðmunds eða Veigar Páll eigi meira skilið að vera þar heldur en Stefán.....

 

Mín skoðun


mbl.is Breytingar vegna landsleiks við Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband