Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Stúlkan búin að fá nafn..skírnin var í dag.

Við héldum upp í Vatnaskóg fyrir hádegi í dag þar sem stefnan var að skíra litlu prinsessuna í kapellunni í Vatnaskógi. Sr. Sigurður Grétar prestur á Hvammstanga og fyrrverandi foringi minn í vatnaskógi skírði.

Athöfnin var virkilega falleg og var prinsessunni gefið nafnið Gúa Dögg Matthíassdóttir. Gúa í höfuð móðurömmunar og Dögg út í loftið. Ömmurnar voru skírnarvottar.

Síðan var haldið heim í Hafnarfjörðinn þar sem kaffi var á boðstólum, og kökur og brauðtertur frá ömmunum. Palli bró gerði síðan gullfallega og bragðgóða skírnartertu. Þökkum kærlega fyrir okkur.

Matti, Beta & Gúa Dögg

Ps: Vil síðan þakka Ágústu Þorbergsdóttur kærlega fyrir hjálpina


Framboð mitt í umræðunni:)

Anna Pála ( http://annapala.blog.is ) sem ætlar að verða formaður UJ og sem mér lýst vel á er að skrifa um mig á bloggsíðunni sinni. Eða réttara sagt er hún að segja frá því að ég og Eva Kamilla ( http://kamilla.blog.is/ ) séum að bjóða okkur fram í varaformannsembætti UJ.

Ég því miður hef kannski ekki verið eins virkur og ég hefði viljað vera undanfarið ár innan UJ en með þessu framboði mínu er grunnurinn lagður að því. Ég þekki ekki Kamillu nema bara af afspurn og geri mér grein fyrir því að við ramman reip er að draga en ég er óhræddur:)

Ég hlakka til þingsins og sjá hvernig þetta fer allt saman, er allavegana óhræddur við að kynnast fólki og sjá hvað það skilar sér og með þessu er ég að sýna vilja til þess að vinna í þágu UJ.


Tilkynni framboð mitt til varaformanns Ungra Jafnaðarmanna.

Matthías Freyr Matthíasson 27 ára Æskulýðsfulltrúi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að verða varaformaður Ungra jafnaðarmanna en ársþing samtakanna verður haldið í október.

Matthías Freyr starfar sem Æskulýðsfulltrúi við Bústaðakirkju í Reykjavík og hefur gegnt þeirri stöðu síðan í Nóvember 2006.

Matthías Freyr sat í stjórn Ungra Jafnaðarmanna veturinn 2005 - 2006 og hefur verið meðlimur hreyfingarinnar síðan 2003. Matthías hefur undanfarin ár starfað að málefnum ungs fólks.

Matthías Freyr býr nú ásamt unnustu sinni Elísabet Thoroddsen og nýfæddri dóttur þeirra í Hafnafirði.


Klikkað mark!!!

Bilað flott mark og vel gert, íslendingar mikið betri:)

Sölutrikk?

Spyr sá sem ekki veit, en var verið að reyna að selja miða á leikinn með því að nota Eið sem söluvöru? Það var nú bara síðast seinnipartinn í dag þar sem enn var talað um að Eiður gæti komið inná í seinni hálfleik, en þá voru enn 700 miðar eftir. Hvað breyttist á tveim - þrem tímum?

En burt séð frá því að þá verður þetta vonandi flottur leikur og að okkar menn nái að standa í spánverjunum.


mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maggi hefur staðið sig vel.

Leiðinlegt að Maggi ætli ekki að halda áfram. En ég veit líka að það eru til sterkir einstaklingar innan hreyfingarinnar sem geta tekið við.

Verður spennandi að sjá hverjir sækjast eftir embætti


mbl.is Formaður Ungra jafnaðarmanna gefur ekki kost á sér áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er yndislegt.

Ég veit ekki hvort að fólk muni halda að ég sé ekkert annað en væminn og tilfinningaríkur þessa dagana......það er líka alveg rétt:)

En ég hef ekkert að segja annað en það að lífið er yndislegt þessa dagana og stúlkan er eins og ljós. Alveg magnað að fylgjast með henni þroskast og dafna. Maður sér hana stækka á hverjum degi og taka meira og meira eftir umhverfinu, hún er líka ekki langt frá því að fara halda höfði. Mömmu hennar finnst líka rosalega gaman að klæða hana upp í voða pæjuleg föt:)

Við erum búin að vera nokkuð dugleg við að fara út, fórum uppá skaga í gær og litla daman var bara vakandi allann daginn, í heimsóknunm víðs vegar um daginn. Hún virðist kunna bara vel við sig í bílstólnum sem er vel því að foreldrarnir eru duglegir við að ferðast.

Síðan erum við að spá í að fara til köben í Des, ef það er einhver góðhjartaður þarna úti sem á íbúð í köben sem hægt er að leigja eða þekkir einhvern sem á íbúð sem hægt er að leigja væri ég voða þakklátur ef sá hinn sami myndi vilja leigja okkur hana í des.

Annars bara gleðileg væmniskveðja úr litlu íbúðinni frá litlu famyliunni


Stórkostleg mynd

Varð bara að setja þessa mynd hér inn

ekkert smá gott


Í nýju hlutverki!!

Það er ansi sérstök tilfinnig að vera búinn að fá þetta hlutverk sem ég er nú kominn í, .þ.e.a.s. pabbahlutverkið. Nú er rúm vika frá því að litli gullklumpurinn okkar kom í heiminn og er óhætt að segja að lífið hjá manni hafi tekið stakkaskiptum. Kannski best að útskýra það þannig að á mánudaginn í síðustu viku þurfti ég að skreppa að heiman í nokkra klukkutíma ( tvo tíma að ég held ) og það var nokkuð skrítið að upplifa það að fólk væri bara að fara í vinnunna og í búðir og gera sína daglegu hluti á meðan litla dóttir mín biði bara heima hjá mömmu sinni. Einnig er það ansi skrítið að ég er farinn að keyra miklu miklu varlegra heldur en áður ( ekki það að ég hafi verið einhver ökufantur ) og horfi á lífið með allt öðrum augum.

En þetta er stórkostleg upplifun og myndi ég ekki vilja vera án hennar. Litla prinsessan er búin að vera rosalega vær og góð, drekkur og sefur og drekkur og sefur, er reyndar búin að vera meira vakandi núna síðustu daga og skoða og forvitnast og er rosa gaman að taka eftir því, einnig stækkar hún á hverjum degi finnst manni.

Ættingjar og vinir eru búinir að vera duglegir að koma ( en samt gefið okkur líka næði ) og þykir okkur vænt um það, það er búið að hrúa á litlu dömuna fullt af fötum og gjöfum og erum við rosa þakklát og ánægð með það

Annars eru ég og Beta búin að vera veik síðan á fimmtudag, fengum flensudrullu, hálsbólgu og kvef en virðumst vera að losna við það.

Annars er bara sæla og gleði hjá okkur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband