Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gummi Steingríms flottur í kastljósinu!

Það gætu einhverjir haldið að ég væri með Gumma Steingríms á heilanum, þetta er önnur færslan mín á stuttum tíma um þannan prýðismann en í þetta skiptið dreymdi mig hann ekki:)

Ég semsagt horfði á hann í kastljósinu í kvöld þar sem hann mætti Illuga Gunnarssyni* í debati um ræðu Geirs H. Hardee sem hann flutti á landsfundi sjallanna í dag. Það sem ég hjó eftir í þættinum í kvöld var það hvað Gummi kom virkilega vel út og virkilega sýndi og sannaði að þarna er öflugur þingmaður ( verðandi ) á ferðinni. Hann var rökfastur og fór vel yfir sviðið og sagði hlutina eins og þeir eru, það er komið nóg af því að sjallarnir séu hér við stjórn!

Og mikið fannst mér gott commentið hjá Gumma um það að það er stórmerkilegt fyrirbæri að sjallarnir eru einhvernveginn fastir áskrifendur að þessum 30-35 prósentum án þess að þurfa nokkurn tímann að svara fyrir gjörðir sínar! Síðan koma þeir fram eins og t.d. í dag og ætla nú loksins eftir tólf ára setu við stjórn landsins að bæta kjör aldraðra!!! Common, give us a break.

Nú er nóg komið af þessu fólki og kominn tími á það að skipta um stjórn og fá flokka sem eru velferðaflokkar og vilja hag ALLRA landsmanna sem mestann, samfylkingin með ISG í fararbroddi stendur fyrir framþróun og velferð og er sá flokkur sem mun svo sannarlega breyta og taka til eftir þessa menn, ISG er vön því eins og hún sýndi í borginni. Við munum bæta efnahagsmálin, laga stöðu aldraðra og öryrkja, bæta hag barnafólks ( eins og stefna okkar unga ísland sýnir ) laga menntakerfið og heilbrigðismálin, taka til í umhverfismálum og hætta að einblína á álver og virkjanir sem okkar einu lausn. Nú er lag að breyta og koma á alvöru VELFERÐARSTJÓRN!!!

Bið að heilsa á landsfundinn hjá samfylkingunni sem hefst á morgun, kemst því miður ekki en ég er með í anda.

ÁFRAM X-S

*breytt eftir ábendingu frá EA, var skrifað í fljótfærni, takk fyrir að benda á þetta


Gæti trúað að VG hefði búið til grínið

Og þá á ég við http://www.aod.aau.dk/stud/iher04/xBekkertStopp4.gif þetta grín hér, Þetta er í anda VG, sbr "Aldrei kaus ég framsókn" . Í commentakerfinu eru tveir ágætir herramenn sem skamma mig......set svar mitt til þeirra hér einnig:

"Hahahahahahaha.........er ÉG persónulega orðinn samfylkingin??!!!!.......common strákar, eina ástæðan fyrir því að ég setti þetta inn er sú að þetta er fyndið og ekkert annað. Enda segir fyrirsögnin GREYIÐ FRAMSÓKN. Ég bjó þetta ekki til, heldur fann þetta á sörfi mínu á netinu. Ekki vera svona hörundsár G.Valdimar."


mbl.is Vinstri grænir kynna Græna framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greyið framsókn.....þeta er nú bara fyndið

Skoðið þetta......http://www.aod.aau.dk/stud/iher04/xBekkertStopp4.gif

 

áfram X-S


Formenn flokkanna & Maggi formaður UJ

Horfði á rúv í gær þar sem formenn ( konur eru líka menn ) flokkana komu saman og byrjuðu kosningabaráttuna af alvöru. Ég satt best að segja horfði með undrun á þennan þátt, Sigmar spyrill sem ég í flestum tilfellum fíla, var eins og skósveinn Geirs H Haarde. Geir slapp algjörlega frá því að þurfa að svara "hörðum" spurningum.

ISG kom vel út úr þessum þætti og virkilega náði að sýna sitt rétta andlit, enda er það málið að flestir líta á hana sem andlit stjórnarandstöðunar. Hún útskýrði mál sitt vel og vandlega, var vingjarnleg og ekki með neinn hroka. Fór vel yfir stefnuna hjá okkur og ég trúi ekki öðru en að við náum góðum úrslitum í mai.

En Jón formaður framsóknar kom ekki vel út en heldur ekki illa. Málið með hann er það að hann virðist lufsast einhvernveginn í gegnum allt og vantar allann pólitískan sjarma, en sjálfsagt er hann hinn besti kall....á bara ekki að vera í pólitík.

Það sama má segja um Ómar, hann á ekki heima í pólitík

Steingrímur kom vel út eins og alltaf, en málið með hann er það að hann er talsmaður flokks sem ég get ekki undir neinum kringumstæðum fundið samleið með, flokk afturfarar en ekki framfara.

Guðjón er því miður formaður flokks sem er bara illa staddur í þessum málum sem innflytjendamálin eru, hann átti erfitt í gær hann Guðjón.

Var einmitt á fundi með ISG og félaga Össuri fyrir viku síðan, og mikið rosalega hlakkar mig til baráttunar og ég er bjartsýnn eins og aðrir mínir félagar.

Já meðan ég man....áfram http://www.magnusmar.blog.is það er að segja Maggi formaður UJ sem er að bjóða sig fram í framkvæmdarstjórn samfylkingarinnar. Maggi er mikill snillingur sem ég þekki bara af góðu einu. Og á hann svo sannarlega skilið að komast þarna að.

Áfram X-S

Ps: Takk fyrir fallegar kveðjur í samb við óléttuna


Og það er stelpa

Það er ekki búið að vera mikið af því að ég bloggi hér síðustu daga, en það hefur verið nóg að gera. Ætla ég að reyna að breyta því, því nú eru kosningar í nánd og mikið þarf að ræða og skoða áður en þær hefjast og því mun síðan mín bera þess skýr merki. Pólitík mun semsagt vera í fyrirrúmi og síðan í og með kem ég með fréttir úr einkalífinu og svona öðruhverju einhverjar bullfréttir/skoðanir.

Og þessi færsla er úr einkalífinu en ég og Beta vorum í sónar í dag, og finnst mér þetta fyrirbæri merkilegt, .þ.e. sónartæknin og er ég svosem búinn að skrifa um það áður. En við sáum semsagt þetta gullfallega fóstur vera á fullu, sparkandi og snúandi sér og ég veit ekki hvað. Greinilegt er að fóstrið er strax byrjað að haga sér í samræmi við kyn, en HÚN var með krosslagðar lappir eins og hin fínasta dama:) og saug puttann eins og mest hún mátti.

En við eigum semsagt von á stelpu þann 21 ágúst. Gríðarleg gleði og hamingja í Hafnafirði en já við erum semsagt flutt ( man ekki hvort ég var búinn að segja það áður ) og vil ég óska Hafnfirðingum til hamingju með að hafa kosið rétt á laugardaginn, allavegnana kaus ég gegn stækkun ( eða breytingu á deiliskipulagi ) og var ánægður með útkomuna þótt hún væri tæp, sigur fyrir íbúalýðræðið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband