Í blíðu og stríðu....vonandi ekkert slæmt
26.1.2007 | 10:34
Þetta eru ekki alveg nógu góðar fréttir en við skulum vona að strákarnir hristi þetta af sér. Við megum ekki við því að missa Guðjón Val og Loga frá okkur. þeir eru búnir að vera að spila eins og snillingar ( reyndar eins og allt liðið )
Missti af leiknum í gær því miður, vegna vinnu. Náði að horfa á hann með öðru auganu og varð svekktur í leikslok. En þetta er ekki búið og því set ég inn skoðunnarkönnunn hér á síðunni....takið þátt:)
Hafa áhyggjur af meiðslum lykilmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tek undir þetta. Ekki gott, ekki gott. Það verður skarð fyrir skyldi ef þessir tveir verða ekki heilir, þeir hafa verið heldur betur öflugir og skorað grimmt. En á bekknum bíða aðrir sem klæjar í lófana. Sjáum til og vonum það besta.
p.s. Okkar menn verða nú sennilega ekki heimsmeistarar en ég hef mikla trú á þeir fari langleiðina þangað, þ.e.a.s. ef allir sleppa heilir í gegnum þennan slag sem er ekki auðvelt.
Gamli (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.