Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylkingin - Jón Baldvin????
29.1.2007 | 14:15
Jón Baldvin Hannibalsson fór mikinn í Silfri Egils í gær og varð fokillur þegar talið barst að fylgi samfylkingarinnar og viðraði meira að segja þá skoðun að stofna ætti nýjan flokk.
Nú er það svo að ég er algjörlega ósammála Jóni Baldvin og finnst hann hafa gengið aðeins of langt, spurning hvort að hann hafi talað áður en hann hafi hugsað? Vissulega er staðreyndin sú að staða samfylkingarinnar í skoðunarkönnunum er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, en ef málið er skoðað er það svo að úrtakið er lítið og lítið um svörun.
Samfylkingin er að ná vopnum sínum og það er svo sannarlega ekki gott mál þegar einn af fyrrum leiðtogum jafnaðarmennskunar á Íslandi kemur fram og nýðir forystuna niður. Reyndar virðast margir á því að það sé allt Ingibjörgu Sólrúnu um að kenna það sem miður fer, en ISG er bara formaður, hún er ekki flokkurinn. Ég man eftir því að þegar hún var borgarstjóri að þá var talað um hana sem óvefngjanlegan leiðtoga og frábært efni og ég veit ekki hvað og hvað.
En ég get verið sammála Jóni Baldvin í því að það er óviðundandi að núverandi ríkisstjórn sitji áfram....það bara má ekki gerast. Sjálstæðisflokkurinn er orðinn útúr sýktur af völdum og græðgi og blindi á það sem er rétt og mannsæmandi. Þeir sjá ekki mistök sín og þar af leiðandi neita að horfast í augu við staðreyndir.
Tökum dæmi: Nú er búið að eyða ég veit ekki hvað mörgum milljónum í þetta blessaða baugsmál. Því hefur verið hent út úr dómssölum ítrekað og menn sýknaðir og allt bendir til sakleysis þeirra....og það sætir enginn ábyrgð og enginn dreginn til saka innan stjórnkerfisins. Björn Bjarnasson tjáir sig ítrekað um þessi mál og um "baugsmiðlana" og hvetur sína menn áfram í óvinanndi baráttu.....einhver þarf að sæta ábyrgð og hver er ætti það að vera annar en Björn Bjarnasson yfirmaður dómsmála og allri þessir háu herrar hjá ríkislögreglustj.
Ég nenni ekki að tala um ílla unnin störf framsókn....þeir sjá vel um það sjálfir blessaðir.
En áfram samfylkingin og áfram ISG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.