Já á bara að nudda þessu framan í mann!!!
31.1.2007 | 09:56
Það er greinilegt að danirnir eru ekki góðir winnerar.
En mikið er ég samt rosalega stoltur af strákunum okkar og finnst þetta flott, vissulega hefði verið æðislegt ef við hefðum náð að komast í undanúrslit en það kemur annað mót eftir þetta og við erum með ungt og gott lið.
Sorglegt að lesa viðtölin við strákana í fréttablaðinu í dag, finn mikið til með þeim. Sérstaklega var sorglegt að lesa viðbrögð Guðjóns Vals þar sem hann segist varla hafa áhuga á að spila handbolta. Vissulega eru þetta vonbrigin að tala og það er helst í þeirri setningu þar sem maður skilur hvað þetta er sárt fyrir þá.
En eins og ég sagði í gær........nú höldum við bara áfram, styðjum liðið og vonandi ná þeir 5 sætinu. Ef ekki að þá bara gera þeir betur næst, eða eins og sagði í laginu
" við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta" og þá er ekki hægt að kvarta
HM: Íslenskt hugvit á bak við sigurmark Dana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert spurning um það......það er allt annað mál, það snýr að okkur sjáðu til
Matthias Freyr Matthiasson, 31.1.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.