Sónar.....er í skýjunum
6.2.2007 | 12:47
Við vorum núna rétt í þessu að koma úr sónar á kvennadeild landspítalans og mikið rosalega er það hrikalega æðislega brillijantlega geggjað!!!!!!
Og þessi tækni maður....það er sett bara e-d gel á bumbuna hennar Betu ( já það er komin bumba ) og síðan er bara eitthvað svona tæki sem bara sýnir manni fóstrið inní leginu.....bara rugl sko
En allavegna að þá sáum við rosa flott barn sem er að myndast þarna, hreyfandi lappirnar óg læti....sáum síðan að það var eins og það setti þumalinn í munninn ( veit að það er ekki þannig en samt ) og litla hjartað slá á fullu.....ég er bara í skýjunum og finnst þetta stórkostleg upplifun.
Svoldið fyndið í ljósi þess, að þegar það var nú komið í ljós að Beta væri ólétt að þá talaði ég um það að við yrðum sko ekki þannig að við værum sýnandi öllum sónarmyndirnar og svona......Síðan í dag að á fengum við auðvitað myndir af litla krílinu og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem í vinnuna er að sýna samstarfsfólki mínu myndina
Þannig að ef þið hittið mig á förnum vegi eru allt eins líkur á að ég vippi fram eins og einni sónarmynd og smelli henni framan í ykkur og segi "sjáiði litlu lappirnar" og "sjáði hvað það er sætt" og svo framvegis.....
En þar sem þetta er okkar fyrsta barn að þá verði þið bara að þola það..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.