Hvar liggur sökin?
6.2.2007 | 15:45
Ég horfði eins og flestir á kastljósið í gær og það lá við að ég felldi tár. Þvílík sorgarsaga sem þetta er allt saman. Mér er spurn, hvernig getur þetta gerst? Að börn séu send án algjörs eftirlits eitthvert lengst útí sveit? Afhverju var skýrslunni sem var gerð fyrir 30 árum leynt fyrir almenningi?
Það eru margar spurningar varðandi þetta mál og það þarf að upplýsa hvað í óskupunum fór þarna fram, því lýsingarnar eru hroðalegar.
Hrós til allra þeirra einstaklinga sem voru þarna og þurftu að þola þessa hörmungar að hafa komið fram og tjáð sig um þetta mál og hrós til kastljóss fólks fyrir að halda áfram þessari umfjöllun.
Nú verður að skoða þessi mál af fullri alvöru og upplýsa þetta fyrir fullt og allt....og einnig tek ég undir orð Páls ( minnir að hann heitir það, sá sem kom fram í Kastljósi í gær ) að alþingi eða forsetinn á að biðja hann og þessa einstaklinga opinberlega afsökunar á þessu.
Maður skilur ýmislegt í dag, hvað varðar Lalla Jóns t.d. Annars hef ég hitt hann nokkrum sinnum og fer þar vænsti kall, þrátt fyrir sína missbresti og kannski ekki að undra miðað við hvað hann hefur þurft að þola
Byrjað að undirbúa úttekt á Breiðavíkurmáli í félagsmálaráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.