Kemur á óvart

Ég hélt að Kristinn myndi aldrei ganga svo langt að ganga til liðs við flokk sem ætlar að gera út á þjóðernishyggju og rasisma.

Kristinn óx töluvert í áliti hjá mér síðastliðinn tvö ár, þar sem hann hefur á margann hátt tjáð sig eins og stór hluti þjóðarinnar i mörgum málum, s.b.r. íraksmálið og rúv-frumvarpið og fjölmiðlamálið og fleira mætti telja. Því hafði ég talið, sérstaklega í ljósi þess að hann er gamall alþýðubandalagsmaður að hann myndi ekki ganga til liðs við þann öfgaflokk sem frjálslyndir ætla sér að verða.

En ég spyr Kristinn....er það heillavænlegt að ganga til liðs við flokk sem er samasafn af pólitískum flökkurum? Nú er það Kristinn, síðast var það Valdimar Leó ( sem enginn veit hver er )

Og einnig spyr ég, finnst þér rétt Kristinn að þú sem kjörinn þingmaður framsóknarflokks, skulir ganga til liðs við annann flokk á kjörtímabilinu...Hví ekki að bíða þangað til eftir kosningar? Eru þetta ekki svik við kjósendur þína sem kusu þig sem þingmann Framsóknar?

Nú tek ég það fram að ég er ekki aðdáandi Framsókn né ríkisstjórnarinnar, en mér finnst að menn eigi að virða sína kjósendur og kjósendur kusu hann ekki sem þingmann Frjálslyndra. Nær hefði verið fyrir hann að hætta einfaldlega á þingi...það hefði verið heiðarlegast


mbl.is Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ef þú blindur og getur ekki lesið þess vegna þá máttu hringja til mín og ég skal með glöðu geði lesa upp fyrir þig stefnu frjálslyndra í málefnum innflytjenda. Annars bendi ég þér á þetta; http://xf.is/

Níels A. Ársælsson., 8.2.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband