Færsla í lengra lagi

Humm hvar skal byrja? Ég sagði frá því hér um daginn að ég ætlaði að skrifa um Akureyraferðina hjá mér og Betu og því er komið að því.

Við fórum semsagt norður á föstudegi og ætluðum að vera yfir helgina. Pöntuðum herbergi á hótel KEA og alles, fengum góðan díl á herbergi sem og sýningu leikfélags Akureyrar á svörtum ketti. Ferðin norður gekk vel og vorum við komin um 10 leytið að kvöldinu.

Byrjuðum á að koma okkur fyrir og fórum síðan á röltið og síðan að sofa. Á laugardeginum vöknuðum við ekkert of seint, né of snemma og fórum og fengum okkur morgunmat. Röltum síðan um Akureyri sem skartaði sínu fegursta þennan daginn, Beta verslaði og ég fylgdi með:)

Í hádeginu ákváðum við að skella okkur á bautann og þvílíkur viðbjóður!!! Ég pantaði mér lasagna og Beta einhvern pastarétt og maturinn var ógeðslega vondur. Það var eins og það væri moldarbragð af honum án djóks. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem ég hef borðað nokkrum sinnum á bautanum og ekki verið svikinn en þarna var ég það.

Allavegna leið dagurinn nokkuð fljótt og áður en við vissum af að þá var klukkan að verða leikhús. Við fórum á Vita Belle sem er veitingastaður og þar fengum við okkur góðan mat, lambakjöt og var þjónustan og maturinn til fyrirmyndar.

Eftir að hafa borðað okkur södd var haldið í leikhúsið og get ég ekki sagt annað en að spennan hafi verið orðin nokkur fyrir sýningunni. Í stuttu máli að þá er leikritið SVARTUR KÖTTUR algjör snilld og get ég ekki annað en hrósað aðstandendum óspart og þá sérstaklega honum GÓA ( Guðjóni Davíð Karlssyni ) en þessi drengur er hreint magnaður leikari....einn sá besti í íslensku leikhúsi í dag. Annars stóðu leikararnir sig vel og tónlistin flott og leikmyndin flott. Hún ( sýningin ) er blóðug og það mjög en húmorinn gerir það að verkum að maður finnur ekki fyrir viðbjóði.

Á sunnudeginum var haldið heim og gekk sú ferð vel. Við stoppuðum hjá Helgu frænku Betu sem býr ásamt manni sínum á bænum Þingeyrar og var Beta þar mikið sem krakki. Fallegur staður með mikilli sögu. Hvet alla til þess að koma þar við ef það á leið norður ( 15 km ) áður en komið er að Blöndósi, og kíkja á kirkjuna sem er þar.

Í heildina var þessi ferð æðisleg og stefnan er tekin aftur norður í apríl til þess að sjá sýninguna "Lífið-notkunarreglur" eftir Þorvald Þorsteinsson, sem útskriftarárgangur leiklistardeildar LHÍ leikur í, m.a. Halli frændi.
Smá útidúr. Nokkuð fyndið að hugsa til þess að fyrir 4 árum síðan var ég með þessum krökkum ( sem eru að útskrifast ) í lokahóp þeirra sem sóttu um í leiklistardeild LHÍ. En semsagt, ferðin okkar í þetta sinn var æði og vonandi verður sú næsta eins góð.

Að Óléttunni: Allt gengur vel og Beta er kominn með nokkuð myndarlega kúlu og það eru einhverjar hreyfingar byrjaðar að finnast....allt rosa spennó:) Vorum hjá ljósu í morgun og fengum að heyra hjartslátt og er það alltaf jafn magnað.

Að okkur: Við erum flutt í Hafnafjörð og er það æðislegt í alla staði....það er allt svo stórt hérna:) Einnig erum við komin með þvottavél og þurrkara og nú er bara beðið eftir því að við getum farið að setja upp hillur. Síðan erum við að skoða það að fara til Ljublijana en ég fór þangað í júlí 2005 og get varla beðið eftir því að koma þangað aftur. Æðislegur staður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtilegt að sjá hvað litli strákurinn minn úr Benasmín er þroskaður og hamingjusamur, hnitmiðaður, vandvirkur og góður penni.  Guð blessi þig vinur.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband