Gummi Steingríms er snillingur

Mig dreymdi í nótt hann Guðmund Steingrímsson frambjóðanda samfylkingarinnar og snilling. Ekki spyrja mig afhverju mig dreymdi hann, hef aldrei hitt manninn en mig dreymdi hann samt.

Draumurinn var á þá leið að Guðmundur var að halda blaðamannafund sem var sýndur í beinni útsendingu í tv-inu og ég horfði á. En þar var hann semsagt að tilkynna það að hann væri búinn að segja sig úr samfylkingunni og ætlaði sér ekki að fara fram fyrir samfylkinguna í þessum kosningum né öðrum kosningum ef því væri að skipta, því hann fengi ekki að vera í efsta sæti listans og þar af leiðandi ekki ráðherra ( en eins og allir vita að þá verða Vg og Samfylkingin í næstu ríkisstjórn ) Og þar sem þetta væri svona að þá væri það hans niðurstaða að ganga úr flokknum og væri búinn að ganga til liðs við flokk Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur ( sem ekki er búið að stofna í alvörunni en í draumnum var það svo ) þar sem Ómar lofaði honum að Guðmundur myndi verða Iðnaðarráðherra!!!!!

 Væri gaman ef Guðmundur myndi commentera á þetta hjá mér...fannst þetta svoldið fyndið, efast ekkki um að Guðmundur sé metnaðargjarn og vinnur vel fyrir flokkinn og er ég ánægður með að hann sé með okkur, en þetta er svoldið mikið ólíklegtTounge

 Einnig dreymdi mig að ég væri orðinn 160 kg og Beta gerði bara grín að mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Skratti fríkað. Súrrealískur draumur. Ég vona bara, til þess að kóróna myndina af blaðamannafundinum sem ég sé fyrir mér ljóslifandi -- ég við borð, alvarlegur, í fýlu, að tilkynna úrsögn úr flokknum -- að ég hafi líka verið 160 kíló...

Guðmundur Steingrímsson, 17.3.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

hahahaha....það hefði gert drauminn enn meira súrrealískari en því miður er ég ekki viss um að það hafi verið keisið

Matthias Freyr Matthiasson, 17.3.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband