Hvað gera flokkar nú?
22.3.2007 | 15:02
Ég sá á bloggi Eyþórs Arnalds einhversskonar færslu um vin minn hann Össur, þar sem Eyþór var búinn að fótósjoppa Össur sem mini versjon af Hulk ( einstaklega illa fótósjoppað reyndar ) En í þeirri færslu var EA að tala um hvað samfylkingin væri hrædd við þetta nýja framboð.....staðreyndin er sú að samfylkingin er ekki hrædd við neitt, heldur er samfylkingin afskaplega glaðlegur flokkur sem er tilbúinn í baráttu vorsins.
En sú barátta mun ekki snúast um mini-flokk Ómars, Margrétar & Jakop Frímanns, heldur mun baráttan snúast um það hvort fólk í landinu vilji halda áfram á þeirri braut misskiptingar, álvæðingar,óstöðugar hagstjórnar og lélegum kjörum aldraðra og öryrkja...slæmum og vondum ákvörðunum í utanríkismálum s.br. írakstríðið þar sem ég og þú vorum sett á lista þeirra sem studdu dráp á saklausu fólki. Það er það sem kosningarnar munu snúast um
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr! Það væri kannski líka von um að fella ríkistjórnina ef vinstriflokkarnir sameinuðust um málefnin í stað þess að bítast um sömu málefnin í innbyrðis kosningabaráttu á meðan Sjallinn stendur á hlíðarlínunni og glottir.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 02:43
Hjartanlega sammála þér Matti. Nú er mikið í húfi og málefnin sem kosningarnar snúast um varða hvorki meira né minna en lífsgrundvöll okkar. Það hefur nú verið kosið um minni mál .....
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.