Ásta Möller og hinir sjallarnir
2.5.2007 | 11:53
Sá Ástu Möller í fréttum stöðvar 2 í gær. Ef þetta er ekki ein sú mesta kjánahrollsupplifun sem ég hef fengið yfir fréttum í langan tíma, þá veit ég ekki hvað. Reyndar þegar ég hugsa um það að þá eru það tæknileg mistök Árna Johnsen sem sköpuðu þessa tilfinningu síðast.....Merkilegt hvað sjallarnir eru duglegir við það.
En greyið hún Ásta, hún kom fram eins og hún hefði verið rasskellt af Geir H. Hardee fyrir fyrri ummæli sín um ÓRG, fréttakonan var góð, leyfði henni ekki að eiga neitt hjá sér.
Nenni ekki að blogga um Helga Seljan eða Jónínu Bjartmarz......annað en það að framsókn þarf enga óvini, virðast vera á góðri leið með að fremja pólitískt harakiri og græt ég það ekki.
En það eru 12 dagar eftir fram að kosningum og veit ég að það eru bjartir dagar framundan..og mun ég reyna að leggja mig fram eftir fremsta megni til þess að tryggja stöðuga og sterka vinstri stjórn.....það er kominn tími til að hlakka til vinstri stjórnar.
Ps: meðan ég man......Áfram Liverpool
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.