Mikið var
2.5.2007 | 21:41
Ég skrifaði 2004 grein um þetta mál á þáverandi blogginu mínu og sendi til allra alþingismanna. Össur Skarphéðinsson var sá eini sem svaraði mér og í framhaldinu hitti ég þá sem voru á þeim tíma fyrir hönd samfylkingarinnar í menntammálanefnd. Loksins er búið að koma því í gegn að námsmenn erlendis eigi rétt á láni fyrir grunnháskólanámi....mikið var.
Ég heyrði í Jóel og Hrund áðan en þau eru stödd í London að læra í Rose Bruford, en það er skólinn sem ég byrjaði í síðastliðið haust. Ég og Jóel ætluðum að fara að búa saman en þegar það kom upp að ég ákvað að fara heim að þá kom Hrund sem er ofan af skaga einnig, í minn stað. Anywho ég semsagt sagði þeim þessar fréttir og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, enda breytir þetta rosalega miklu fyrir íslenska námsmenn erlendis. Ég veit t.d. að þau bæði eru búin að vera á yfirdráttarlánum frá bönkunum hér....spáið í því. En einnig að þá mun þetta auðvelda okkur það að fara út á næsta ári í nám ef það fer þannig að ég komist ekki inn hér heima.......
En það er annað mál.....en ég segi bara til hamingju íslenskir námsmenn, til hamingju.
Dregið úr tekjutengingu námslána hjá LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.