Koma stúlku Matthíasdóttur í heiminn tók sinn tíma.

Vil byrja á því að þakka fyrir allar þær fallegu kveðjur og hamingjuóskir sem við í litlu fjölskyldunni höfum fengið að heyra og sjá, bæði hér á blogginu sem og í sms og símtölum. Takk fyrir.

Mig langaði að færa í letur þessa upplifun sem það er að verða pabbi í fyrsta sinn en ég efast um að ég geti fært það í orð þær tilfinningar sem ég hef upplifað síðustu daga.

Það byrjaði ferlið um 03:00 - 04:00 á aðfaranótt föstudags en þá byrjaði Beta að finna verki á meðan ég svaf á mínu græna. Þegar ég vakna um 8 leytið til þess að gera mig kláran í vinnu að þá tek ég eftir því að Beta liggur í rúminu með tölvuna okkar og er á heimasíðunni contrationmaster.com sem er heimasíða þar sem þú mæli tímann á milli hríða!! ( það er allt til í þessu )

Mín fyrstu viðbrögð voru þau að spurja hvort að hún væri komin af stað og fékk ég játandi við því, því hringdum við í Tengdó og lögum af stað til Keflavíkur en þar var stefnt að eiga litlu prinsessuna.

Þegar þangað var komið var Beta sett í monitor og mælt hjartslátt barns og samdrætti móður. Eftir smá tíma kom það í ljós að útvíkkun væri ekki nema 3 - 4 sem þó þýddi að hún væri komin af stað en ætti þó nokkuð eftir. Því vorum við send heim og sagt að koma aftur þegar samdrættirnir væru orðnir reglulegir.

Því var farið heim og deginum eytt heima og alltaf var contrationmaster.com notuð. Þegar klukkan var orðin 23:00 og samdrættirnir reglulegir en samt nokkuð á milli þeirra en þó harðir var ákveðið að fara aftur til Kef. Á leiðinni þangað versnuðu verkirnir og styttust á milli. En þegar komið var á deildina hættu þeir ( samdrættirnir ) og því vorum við aftur send heim.

Þegar klukkan var orðin 5 um nóttina og Beta sárkvalin og þreytt ( þá búin að vera vakandi síðan um 15:00 á fimmtudeginum ) að þá tókum við þá ákvörðun að fara á landsspítalann þar sem Beta var "svæfð"

Þegar Beta vaknaði aftur um 9 leytið var komið 6-7 í útvíkkun og því var komin tími til að fara í baðið en þar ætlaði hún að eiga. En aðstæður voru þannig að eftir nokkra klukkutíma eða um klukkan 14:00 að þá var ákveðið að setja mænudeyfingu í hana.

En tíminn fram að því er einn sá erfiðasti sem ég hef upplifað, og nota bene ég er að skrifa um mína upplifun á þessu, ég geri mér grein fyrir hennar kvölum. Að standa þarna hjá og ekki geta gert neitt fyrir hana, öll snerting var henni óþægileg og sársaukin nær óbærinlegur plús það að þreytan svo mikil.

Við mænudeyfinguna breyttist allt og verkirnir hurfu að mestu og gekk allt vel að mestu leyti eftir það.

En þvílík hetja sem konan mín er, ég kemst ekki yfir það hversu ótrúlega sterk og dugleg hún er. Fæðingin sjálf og að sjá stúlkuna koma uppá brjóstkassa Betu og heyra grát hennar er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. En að fá hana í fangið er það magnaðasta.

Hún er algjörlega fullkomin og svo falleg og vær. Ég er algjörlega heppnasti maður í heiminum og það jafnast ekkert á við þessa tilfinningu, ekki neitt.

Kv

Matti....pabbi í sæluvímu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með stúlkuna. Vonum að konan þín fái að hvíla sig eitthvað eftir þessa þrekraun. Bíðum spennt eftir myndum og nafni...

Kveðja.

Daði, Hulda og Tumi. 

Daði, Hulda og Tumi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:20

2 identicon

Vá hvað Beta er dugleg!!! Og þu líka auðvitað! Hvílið ykkur nu vel og verið óhrædd við að henda ut ættingjum og vinum þegar þið eruð þreytt!!! Það skilja það allir! En enn og aftur innilega til hamingju!!! Hlakka til að sjá prinsessuna.

Knus og kossar

Eyja (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 22:55

3 identicon

Það er leiðinlegt að heyra hvað þetta hefur gengið illa, en trúið mér, það gleymist mjög fljótt!!

Þær frænkurnar eru soldið fyrir að láta bíða eftir sér, enda stórstjörnur þar á ferð ;)

Knús

Petrína 

Petrína og fjölsk. (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:03

4 Smámynd: Kittý Sveins

Til hamingju með stúlkuna Matti :) frábær frásögn!!

Kittý Sveins, 6.9.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband