Í nýju hlutverki!!
3.9.2007 | 15:52
Það er ansi sérstök tilfinnig að vera búinn að fá þetta hlutverk sem ég er nú kominn í, .þ.e.a.s. pabbahlutverkið. Nú er rúm vika frá því að litli gullklumpurinn okkar kom í heiminn og er óhætt að segja að lífið hjá manni hafi tekið stakkaskiptum. Kannski best að útskýra það þannig að á mánudaginn í síðustu viku þurfti ég að skreppa að heiman í nokkra klukkutíma ( tvo tíma að ég held ) og það var nokkuð skrítið að upplifa það að fólk væri bara að fara í vinnunna og í búðir og gera sína daglegu hluti á meðan litla dóttir mín biði bara heima hjá mömmu sinni. Einnig er það ansi skrítið að ég er farinn að keyra miklu miklu varlegra heldur en áður ( ekki það að ég hafi verið einhver ökufantur ) og horfi á lífið með allt öðrum augum.
En þetta er stórkostleg upplifun og myndi ég ekki vilja vera án hennar. Litla prinsessan er búin að vera rosalega vær og góð, drekkur og sefur og drekkur og sefur, er reyndar búin að vera meira vakandi núna síðustu daga og skoða og forvitnast og er rosa gaman að taka eftir því, einnig stækkar hún á hverjum degi finnst manni.
Ættingjar og vinir eru búinir að vera duglegir að koma ( en samt gefið okkur líka næði ) og þykir okkur vænt um það, það er búið að hrúa á litlu dömuna fullt af fötum og gjöfum og erum við rosa þakklát og ánægð með það
Annars eru ég og Beta búin að vera veik síðan á fimmtudag, fengum flensudrullu, hálsbólgu og kvef en virðumst vera að losna við það.
Annars er bara sæla og gleði hjá okkur.
Athugasemdir
Vá, það er svo gaman að fylgjast með færslunum þínum. Þú ert svo hamingjusamur með lífið, og þannig á það að vera :)
Ég hlakka til að kíkja á prinsessuna ykkar
Kveðja
Elín
Elín (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:32
Ohh ég öfunda ykkur ekkert smá, þetta er svo æðislegur tími, og enn æðislegri tímar framundan.
Knúsaðu stelpurnar þínar frá okkur, hlökkum ekkert smá til að hitta ykkur næst, Aníta er búin að segja nær öllum frá því að hún hafi hitt lítið barn sem hún mátti halda á alveg ein (smá ýkjur hjá henni ), var reyndar ekki alveg sátt við að hún ætti ekkert nafn .
kveðja af Hagaflötinni
Kristín Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.