Stúlkan búin að fá nafn..skírnin var í dag.

Við héldum upp í Vatnaskóg fyrir hádegi í dag þar sem stefnan var að skíra litlu prinsessuna í kapellunni í Vatnaskógi. Sr. Sigurður Grétar prestur á Hvammstanga og fyrrverandi foringi minn í vatnaskógi skírði.

Athöfnin var virkilega falleg og var prinsessunni gefið nafnið Gúa Dögg Matthíassdóttir. Gúa í höfuð móðurömmunar og Dögg út í loftið. Ömmurnar voru skírnarvottar.

Síðan var haldið heim í Hafnarfjörðinn þar sem kaffi var á boðstólum, og kökur og brauðtertur frá ömmunum. Palli bró gerði síðan gullfallega og bragðgóða skírnartertu. Þökkum kærlega fyrir okkur.

Matti, Beta & Gúa Dögg

Ps: Vil síðan þakka Ágústu Þorbergsdóttur kærlega fyrir hjálpina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með skírnina og fallega nafnið

Elín (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Hvað heitir móðuramman??

Þjóðarblómið, 30.9.2007 kl. 15:43

3 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Móðuramman heitir Guðrún, kölluð Gúa

Matthias Freyr Matthiasson, 30.9.2007 kl. 15:48

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Og þá kemur ein kjánaleg spurning í kjölfarið, af hverju ekki að nefna barnið Guðrúnu og kalla hana Gúu?

Þjóðarblómið, 30.9.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Og þá kemur kjánalegt svar á móti, okkur finnst Gúu nafnið fallegra, fyrir utan það að móðuramman er þekkt sem Gúa ekki Guðrún.

Matthias Freyr Matthiasson, 30.9.2007 kl. 21:20

6 Smámynd: Þjóðarblómið

égvar ekki að meina þetta illa... var bara forvitin.

Þjóðarblómið, 3.10.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband