Takk fyrir mig segir Matti byggir & Vantrú.is

Takk þið öll sem kommenteruðu á síðustu færslu. Takk SG fyrir þitt komment, vonandi að þú náir að hafa áhrif í þinni kennslu. Takk Jens Guð.....gaman að fá komment frá einum vinsælasta bloggara landsins. Takk Bakemono/Andrés, heiðurinn er minn:=) Varðandi brúðkaupið að þá er allt á réttri leið. Takk mama G, mikið rétt að það var töluvert um einelti í okkar tíð þarna uppá skaga, vonandi að það horfi til betri vegar í dag.

Ég er búinn að vera Matti byggir síðan á sunnudaginn. En þá með hjálp Braga og Palla bró tók ég mig til og byrjaði að byggja vegg inní stofunni minni, en við erum semsagt að búa til auka herbergi. Og til að gæta allrar sanngirni að þá gerðu Bragi & Palli mest í þessu, .þ.e.a.s. að setja grindina saman og upp.....ég horfði á og skrúfaði nokkrar skrúfur og sagaði nokkar spítur. En núna er ég einn í því að setja spónarplöturnar á vegginn, á von á Braga í aðstoð með það á eftir.

En við semsagt ákváðum að gera herbergi fyrir hana Gúu Dögg sem bara stækkar og stækkar og verður fallegri og skemmtilegri með hverjum deginum, en hún er nú alveg að verða 10 mánaða. Hún er farinn að tala nokkur orð og farinn að labba með húsgögnum ( og meiða sig í samræmi við það ) Einnig er hún kominn með tvær tennur í neðri góm, voða pæja. Hún er búin að vera núna í slatta tíma hálfan daginn alltaf hjá henni Helgu í pössun og er sko alveg að fíla það í tætlur.

En Gúa Dögg fær ekki herbergið alveg strax því að á næsta mánudag koma þau Randi og Nicolaj frá Danmörku í heimsókn, og verða hjá okkur fram yfir brúðkaupið.

Talandi um brúðkaupið að þá er það bara á næsta leiti, eða innan við 20 daga.....úff.....en það er allt að verða klárt sem betur fer. Og meðan ég man, en þá vorum við í brúðkaupinu hjá Daða og Huldu á laugardaginn....innilega til hamingju bæði tvö....virkilega vel heppnað og fallegt brúðkaup.

Síðan er ég kominn í sumarfrí/atvinnuleyt, því að ég lét af störfum mínum í Bústaðakirkju núna á föstudaginn síðasta. Ég átti góðan tíma þar og naut mín vel en nú er komið að öðrum kafla í mínu lífi.....við hvað veit ég ekki alveg:=)

Og að lokum að þá verð ég að minnast á félagskapinn vantrú.is en ég er aðeins búinn að vera að ræða við þá á spjallsíðum þeirra. Það sem er mér efst í huga er hvað þeir verða auðveldelga hörundsárir þessrir vantrúarseggir og eru fljótir til að kalla menn nöfnum og eru með dónaskap. M.a. var ég kallaður sjúkur og siðblindur og hafa aðrir lent í svipuðu orðaskaki.

Formaður vantrúar ( nafni minn ) virðist sjá rautt þegar minnst er á trúboð og þjóðkirkjuna og hann sér ekkert gott við trú,þjóðkirkjuna,trúboð. Hatur hans er svo mikið að hann blindast á það sem er fallegt. En einnig er mér spurn afhverju það er svona mikil heift í því að ráðast eingöngu á kristna trú? Ekki það að ég sé að segja að það eigi að vera að ráðast á nokkra trú eða trúarhópa en afhverju er einblínt á þjóðkirkjuna í þessum efnum?

Ég held að það segi sig mest sjálft að meirihluti þjóðarinnar sé sátt við þjóðkirkjuna og presta landsins. Það kannski sýnir sig ekki alltaf í messu sókn, en það sýnir sig í þeirri eftirspurn sem þeir þurfa að sinna. Prestar landsins eru yfirleitt mjög uppteknir og mikil aðsókn í viðtöl til þeirra. Það er það sem gildir. Fólkið í landinu vill þetta og kallar eftir þessu.

Ps: Ég er byrjaður að skrifa fyrir fotbolti.net......massa gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Já, þetta er mesta furða hvað trúmál eru alltaf viðkvæmt umræðuefni. Mér dettur helst í hug að hver og einn hafi komið sér upp ákveðinni lífssýn sem gengur upp fyrir viðkomandi og ef einhver annar kemur með aðra skoðun þá messar það of mikið í heimsmyndinni hjá hinum og fólk vill ekki hætta að skilja heiminn og fer því í vörn... eða eitthvað svoleiðis.

Þú verður annars að fara að skella inn nýjum myndum af Gúu Dögg, þú ert verri en ég með mína myndasíðu

Mama G, 24.6.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ráðumst við í Vantrú eingöngu á kristna trú?

Ertu alveg viss?

Hatur hans er svo mikið að hann blindast á það sem er fallegt. 

Hver er tilgangurinn með svona skrifum?  Er hatur mitt eitthvað minna en hatur þitt á Vantrú og því sem það félag stendur fyrir? 

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Munurinn er sá að ég hata ekki vantrú og hef aldrei og mun aldrei segja það. Það sem ég hef gagnrýnt við Vantrú veistu vel hvað er og það er ekki hægt að tengja það við hatur á nokkurn hátt.

Einnig, vinsamleg tilmæli.....ég nenni ekki að clikka á alla linka sem mér eru sendir, þetta er tendes vantrúarmenn mættu alveg laga.....þið linkið alltaf í allar áttir í stað þess að skrifa bara beint hvað þið eigið við

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svaraðu þá bara spurningunni.  Ráðumst við í Vantrú eingöngu á kristna trú?  Þetta er einföld spurning og svarið er annað hvort "já" eða "nei".  Þú þarft ekki að smella á neina linka, ekki einu sinni alla þrjá linkana hér fyrir ofan.

Hvað er það sem ég "hata"?  Þú veist vel hvað ég hef gagnrýnt við kristni "og það er ekki hægt að tengja það við hatur á nokkurn hátt".

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Meirihluti ykkar greina og því sem þið setjið frá ykkur snýst um kristna trú....ég fullyrði að það eru svona c.a. 99% af ykkar efni snýst um kristna trú. Þú leiðréttir mig bara ef þetta rangt hjá mér.

Það sem þú virðist hata er kristin trú, trúboð hennar, starfsemi kristninar kirkju sbr. þjóðkirkjuna. Þú/þið kallið starfsmenn kirkjunnar og þá sérstaklega presta hrðjuverkamenn og níðínga og fleira sem hægt er að taka til.

Þetta virðist fyrir hinn almenna borgara ( mig ) vera ekkert annað en hatur.

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

ég fullyrði að það eru svona c.a. 99% af ykkar efni snýst um kristna trú. Þú leiðréttir mig bara ef þetta rangt hjá mér.

Fullyrðing þín er röng.  Það eru 1882 greinar í kerfi Vantrúar, sumt af því eru tilvatnir og vísanir, annað lengri pistlar.  1% af því eru 19 greinar.  Bara í flokknum Kjaftæðisvaktin eru 65 greinar og í flokknum nýöld eru 55 greinar. 120 greinar eru um 6.4%  Auk þess eru fjöldi greina í öðrum flokkum, t.d. grínflokknum, sem ekki fjalla um kristni. 

Eins og þú ættir að vita er markmið Vantrúar að veita mógvægi við boðun hindurvitna.  Staðreyndin er sú að kristni er langstærst í þeim flokki hér á landi og ríkiskirkjan gnæfir þar yfir öllu, nýtur forréttinda og fjárstyrkja frá hinu opinbera.  Auk þess að herja á leik- og grunnskóla með sitt kristniboð.

Það sem þú virðist hata

Ég ætla að vitna í síðustu athugasemd mína (og þar með þig að hluta):

Þú veist vel hvað ég hef gagnrýnt við kristni "og það er ekki hægt að tengja það við hatur á nokkurn hátt".

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 13:27

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta virðist fyrir hinn almenna borgara ( mig ) vera ekkert annað en hatur.

Þetta virðist starfsmanni ríkiskirkjunnar vera ekkert annað en hatur.  Mér finnst óheiðarlegt að taka þetta ekki fram.  Þú ert ekki "hinn almenni borgari".  Þú ert öfgatrúmaður sem hefur lengi starfað hjá ríkiskirkjunni, jafnvel þó þú sért að hætta núna. 

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 13:28

8 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Hahahahahah......að kalla mig öfgatrúarmann er mesta firra.

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 13:40

9 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Og ég er hættur hjá Þjóðkirkjunni

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 13:42

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En það er ekki firra að tala sífellt um hatur mitt?

Auðvitað ertu öfgatrúmaður Matthías Freyr. 

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 13:49

11 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Auðvitað ert þú þá hatursfullur Matthías Ásgeirsson

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 13:52

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er gott að við erum sammála um þetta.  Ég hata kristni, þú ert öfgatrúmaður.  Er það ekki fín niðurstaða?

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 13:56

13 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Skilgreindu öfgatrúarmaður

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 14:19

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skilgreindu hatur.

Þú byrjaðir!

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 14:22

15 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Hatur er orð sem lýsir sterkri andúðartilfinningu í garð einhvers.......sbr. sterka andúðartilfinningin sem þú berð í garð kristinna manna, þjóðkirkjunnar, trúboðs og starfsmenn þjóðkirkjunnar.

You go next

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 14:36

16 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég kannast ekki við þetta "hatur" á vantrú.is og kannast ekki við það að þar skrifi hatursfullt fólk.

Það er bara alltaf þannig að þegar trúleysingjar tjá sig og gagnrýna  þá eru skrif þeirra og málflutningur lagður á versta veg af hinum trúuðu sem geta ekki hugsað sér að það sé til ágætis manneskjur ótrúaðar.  Trúað fólk leggur saman góðmennsku og trú. Það heldur því semsagt fram að trúleysingar geti ekki verið góðar manneskjur fyrst þær trúi ekki á guð.

Það er sorglegt frá því að segja að trúaðir margir hverjir eru miklu uppteknari af hatri en nokkurn tímann þeir sem eru vantrúaðir eða trúlausir.

Það er hroki af verstu gerð þegar trúaðir rjúka upp til handa og fóta og gagnrýna vantrúaða og segja að þeir séu hatursfullir og einhver versta sort af manneskjum, þegar þeir vilja rökræða og gagnrýna trú og trúarbrögð, sem nb. fylgir oft skelfilegir hlutir, eins og heilaþvottur og óttablandin innræting af verstu gerð, mixað með smá slettum af misskiptum kærleik sem nær aðeins til þeirra sem fara ekki út fyrir rammann sem trúin gefur, af ótta við einhvern sem valsar um með horn og hala.

Síðan ætti nú pistilhöfundur að kynna sér betur skrifin á vantrú og lesa þau með opnum huga en ekki með fyrirfram ákveðnum skoðunum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 14:42

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hatur er orð sem lýsir sterkri andúðartilfinningu í garð einhvers.......sbr. sterka andúðartilfinningin sem þú berð í garð kristinna manna

Það eru rætnar dylgjur að ég beri sterka andúðartilfinningu í garð kristinna manna.

þjóðkirkjunnar, trúboðs og starfsmenn þjóðkirkjunnar

Hér ertu að tala um a) stofnun, b) verknað og c) hóp fólks.  Mér er illa við ríkiskirkjuna á forsendum sem oft hafa verið rökstuddar.  Mér finnst ólíðandi að hér á landi skuli þessi stofnun njóta þeirra sérréttinda sem raun er.

Ég tel trúboð vera siðlaust, sérstaklega í leik- og grunnskólum.

Starfsmenn þjóðkirkjunnar eru jafn mismunandi og þeir eru margir.  Sumir þeirra eru siðlaust pakk.   Biskupinn er meðal þeirra sem elur á hatri gegn þeim sem ekki aðhyllast kristna trú og hefur stundað það lengur en Vantrú hefur verið til.

Öfgatrúmaður er merkingarlítið hugtak.  Það er þó ljóst að þú ert á jaðri trúarskoðana hér á landi ef við miðum við kannanir á trúarviðhorfum þjóðarinnar.   

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 14:47

18 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Sæl og blessuð Margrét St Hafsteinsdóttir. Gaman að fá enn einn einstaklinginn í þessa umræðu, var orðið frekar leiðngjarnt að tuða alltaf við hann nafna minn ( djók )

Hvar hef ég sagt að það séu ekki til ágætis manneskjur sem ekki eru trúaðar? Hvergi.

Hvar hef ég sagt að það sé eina mögulega leiðin að vera góður er að vera trúaður? Hvergi.

Og hvar hef ég sagt að trúleysingjar séu ekki góðar manneskjur fyrst þeir trúi ekki á Guð? Hvergi hef ég sagt þetta og mun ekki gera það. Og svona til þess að informera þig að þá er einn af mínum betri vinum trúleysingi, og það satt best að segja böggar mig ekki neitt. Það er nefnilega hans mál. En þessi drengur er einn sá vænsti sem ég þekki, og það geta Mama G og Bakemono vitnað til um.

Ég get alveg verið sammála þér í því að innanum trúaða einstaklinga eru fólk sem svo sannarlega eru ekki kristinni trú til sóma. Því miður.

Og enn og aftur, ég hef aldrei sagt og mun aldrei segja að vantrúaðir sé versta sort af manneskjum. Punktur.

Þú kannski veist það ekki, en ég hef verið ágætlega virkur inni á spjallborði vantrúar.is og les flest allt sem þeir setja frá sér. Og öllu er ég ekki ósammála, en flestu.

Það er munur að gagnrýna og síðan að kalla fólk illum nöfnum eða háðungarnöfnum, að segja einhverjir séu sjúkir og siðlausir, að segja að prestar/æskulýðsleiðtogar/starfsmenn í sumarbúðum séu hriðjuverkamenn og níðingar...og fleira í þessum dúr.

Lítið ykkur nær.

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 14:52

19 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Matti.....ein spurning.....Hvernig væri fyrst að þú ert alltaf svo upptekinn af könnunum á trúarviðhorfum þjóðarinnar, að Vantrú.is í samstarfi við fleiri aðila t.d. einhvers frá þjóðkirkjunni og einhvern frá búddistum og svo lengi mætti telja, tækju sig til og bæðu gallup eða félagsvísindastofunun um að mæla þetta í eitt skipti fyrir öll.

Og nei ég er ekki á jaðrinum.....ekki miðað við allann þann fjölda fólks sem nýtir sér þjónustu kirkjunnar á daglegum basis

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 14:56

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig væri fyrst að þú ert alltaf svo upptekinn af könnunum á trúarviðhorfum þjóðarinnar, að Vantrú.is í samstarfi við fleiri aðila t.d. einhvers frá þjóðkirkjunni og einhvern frá búddistum og svo lengi mætti telja, tækju sig til og bæðu gallup eða félagsvísindastofunun um að mæla þetta í eitt skipti fyrir öll.

Dugar rannsókn um Trúarlíf íslendinga (vísar á pdf skjal á heimasíðu ríkiskirkjunnar) sem Gallup framkvæmdi fyrir guðfræðideild, Þjóðkirkjuna og kirkjugarðana frá 2004 ekki? Er Dr. Pétur Pétursson ekki nægilega kristinn fræðimaður fyrir þig?

Það er þessi könnun sem við vísum í.  Ertu að véfengja niðurstöður hennar?

Vantrú á litla peninga og hefur ekki efni á því að láta framkvæma svona rannsókn, en við treystum því að prófessor við guðfræðideild og upplýsingafulltrúi ríkiskirkjunnar geti séð um slíka könnun.  Jafnvel þó þeir reyni að leyna þeim niðurstöðum sem ekki henta ríkiskirkjunni.

Það er afskaplega fámennur hópur hér á landi sem segist hafa "frelsast" líkt og þú.

Ég ítreka svo enn og aftur að dylgjur þínar um hatur mitt og andúð á öllum kristnum manneskjum er ómerkilegur rógburður. 

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 15:12

21 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég var að skrifa "almennt" um trúaða.  

Trúboð er siðlaust þótt trúboðinn geri sér ekki grein fyrir því af því hann sjálfur hefur orðið fyrir trúarinnrætingu sem veldur blindu og setur hömlur á hugann.  Að gagnrýna trúboð í skólum eins og gert er á vantrú er mjög þarft og bráðnauðsynlegt.

Kirkjan á ekki að hafa völd í samfélaginu og ætti að sjálfsögðu að vera aðskilin ríkinu. Samfélög eiga að stjórnast af skynsemi, rökhyggju og mannréttindum, en ekki trú og trúarbrögðum á einn eða neinn hátt.  Það er ekkert annað en klerkaveldi.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 15:23

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Matthías Freyr, nú hef ég verið einn af þeim sem hafa spjallað við þig í fullri vinsemd, og því tek ég þetta haturstal þitt til mín. Ég viðurkenni það fúslega að ég hati kristna trú, mér finnst kristni viðbjóðsleg og heimskuleg hugmyndafræði (ein af mörgum). Hins vegar hata ég alls ekki kristið fólk, heldur lít ég það á það sem bræður mínar og systur sem eru fórnarlömb þessara hugmyndafræði. Mér finnst það afskaplega leiðinlegt að þú skulir koma með svona ásakanir og dragir umræðuna í svaðið með svona gildishlöðnum orðum, og finnst að þú ættir að draga þær til baka og biðjast afsökunar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2008 kl. 18:44

23 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Sæll Hjalti.

Ég er sammála þér í því að við höfum átt ágætis samskipti á netinu og þessu haturstali var ekkert beint sérstaklega til þín. Ég get alveg verið maður og viðurkennt það að kannski var fullsterkt til orða tekið þegar ég sagði að hatur beindist gegn kristnum mönnum, en það virðist stundum vera þannig að þegar um er rætt t.d. presta seljakirkju að það sé hatur/heift mikil í gangi þar.

Þess vegna setti ég fram þessi orð og ég get dregið aðeins til baka hvað varðar það nákvæmlega, en annað dreg ég ekki í land

Matthias Freyr Matthiasson, 24.6.2008 kl. 18:57

24 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

en það virðist stundum vera þannig að þegar um er rætt t.d. presta seljakirkju að það sé hatur/heift mikil í gangi þar.

Já, finnst þér það skrítið?  Presta sem mættu í leikskóla barna minna og stilltu mér upp við vegg - annað hvort setti ég börnin mín í trúboð eða tæki þau úr hópnum.

Þeir eru meðal þeirra starfsmanna ríkiskirkjunnar sem ég tel vera siðlaust hyski og stend við það.  Ekki dettur mér í hug að hata þá.  Ég fyrirlít þá.

Hvað með fullyrðingar þínar um efnistök Vantrúar - ætlar þú ekki að draga þær í land?

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 20:29

25 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Já og hvað með rannsóknina sem ég vísaði á í þar síðustu athugasemd.  Telur þú hana marktæka eða ekki?

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 20:30

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Andrés, ef þú hefur eitthvað við mig að segja bendi ég á heimasíðu mína þar sem þú getur fundið póstfangið mitt.  Ef þú hefur eitthvað fram að færa í þessa umræðu skal ég glaður svara þér.  Spurningu þína skil ég ekki í þessu samhengi.

Matthías Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 22:30

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað kemur það þessari umræðu hjá nafna mínum við?

Nafni, mér þætti vænt um að fá svar við innleggjum mínum.

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 09:12

28 identicon

Ég tek alla trú fyrir sem ráðskast með allt og allt, ég veit vel að ef einhver fer með trúboð þjóðkirkju á skólabörnum fyrir mannréttindadómstól þá verður þetta bannað.

Þeir sem sjá ekki siðleysið í slíku trúboði eru siðlausir, þeir sem sjá ekki siðleysið í að vera með ríkiskirkju eru siðlausir.

Að 99% þjóðarinnar séu sátt við ríkiskirkju er fráleitt, að menn tali mikið um ríkiskirkjuna liggur í hlutarins eðli; Hún er til skammar í nútíma þjóðfélagi.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:16

29 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

76,6% játast kristna trú samkv þessari könnun.....það finnst mér vera stór meirihluti, En afhverju ekki að gera könnun sem er framkv í dag en ekki fyrir 4 árum?

Talandi um að gengisfella umræðuna með því að draga hana niður á lágt plan,að kalla einhvern siðlaust hyski dæmir sig sjálft,

Hvað viltu að ég dragi í land með Matti?.......Ég dró í land comment mitt um áætlað hatur þitt á fólki, en annað mun ég ekki draga í land

Matthias Freyr Matthiasson, 25.6.2008 kl. 10:50

30 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

76,6% játast kristna trú samkv þessari könnun.....það finnst mér vera stór meirihluti,
Nei nafni, nú verður þú að lesa könnunina betur.  Þetta er ekki rétt niðurstaða hjá þér. 

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 10:52

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Talandi um að gengisfella umræðuna með því að draga hana niður á lágt plan,að kalla einhvern siðlaust hyski dæmir sig sjálft,

Af hverju dæmir það sig sjálft, en ekki fullyrðingar um að ég hati annað fólk?

Þegar ég kalla einhvern "siðlaust hyski" get ég fært fyrir því rök.  Þetta eru því ekki upphrópanir heldur niðurstöður  út frá hegðun þessa fólks.

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 10:54

32 identicon

M. Freyr: Mannréttindi eru ekki spurning um hversu margir styðja eitthvað.
Þá væri hægt að segja að Hitler hafi verið mannréttindafrömuður því hann hafði stuðning þjóðarinnar.. hugsa er lykilatriði

Ríkiskirkjan og yfirgangur hennar getur ekki annað en sundrað þegnum þessa lands, ef eitthvað siðgæði er í þessari ríkisstofnun þá fer hún af ríkisspenanum; Einfalt.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:08

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Koma svo nafni, þú hlýtur að geta lesið rétt í kannanir kirkjunnar þinnar.  Ef þig vantar hjálp getur þú prófað að leita á Vantrú.

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 11:10

34 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Spurning 14: 76,6% segjast játast kristna trú

Matthias Freyr Matthiasson, 25.6.2008 kl. 11:29

35 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Og Doctor E......ég yfirleitt legg ekki í vana minn að svara nafnleysingjum en í þetta skiptið mun ég bregða af vananum.

Ég get alveg verið þér sammála þér í því að það ætti að verða aðskilnaður ríkis og kirkju. En ég er á þeirri skoðun að það eigi að gerast í áföngum. Ég er viss um að við það myndi kirkjan styrkjast og ekkert annað.

Matthias Freyr Matthiasson, 25.6.2008 kl. 11:31

36 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Spurning 14: 76,6% segjast játast kristna trú
76.6% hverra? 

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 11:35

37 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er gaman að sjá hvað eftir stendur af bloggfærslu þinni um Vantrú.  Þar eru tvær fullyrðingar, önnur um hatur mitt sem þú hefur dregið til baka og hin um efnistök vantrúar sem ég hef sýnt fram á að er röng.

ps. Ef þið vantar aðstoð við að skilja könnun kirkjunnar er vísbending á vantrúarspjallinu.  Hafðu ekki áhyggjur, Pétur Pétursson sjálfur misskildi eigin könnun og flestir fjölmiðlar birtu sömu röngu niðurstöðu og þú hér - en reyndar fengu fjölmiðlar villandi upplýsingar.  Þú hefur þetta allt fyrir framan þig. 

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 11:38

38 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Nei nafni, ég hef ekki dregið til baka orð mín um hatur þitt, nema það sem snérist gegn ÖLLUM kristnum mönnum, þú greinilega berð hatur til sumra kristna manna. Og það sem eftir stendur með efnistök vantrúar er það að stór meirihluti þeirra greina og efna snýst um kristna trú og því getur þú ekki neitað sama hvað þú reynir.

Merkilegt hvað allir fá rangar niðurstöður í þínum huga, þú ert eins og ofsatrúarprestur sem heldur að hann hafi höndlað sannleikann

Matthias Freyr Matthiasson, 25.6.2008 kl. 12:15

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Ég viðurkenni það fúslega að ég hati kristna trú, mér finnst kristni viðbjóðsleg og heimskuleg hugmyndafræði (ein af mörgum). Hins vegar hata ég alls ekki kristið fólk, heldur lít ég það á það sem bræður mínar og systur sem eru fórnarlömb þessara hugmyndafræði.

Takk fyrir þessa játningu, og útskýrir þetta margt í þínum skrifum. Þú ættir þá að horfa þér nær þegar þú ásakar aðra um sömu fordóma. Sem ég viðurkenni fúslega að vera ríghaldinn fordómum gagnvart ykkur vantrúarmönnum. En það gleður mig að sjá þig loks viðurkenna þetta, því ég er á sama máli bara hinum megin við borðið.

Eins vil ég setja spurningarmerki við þessa 4 ára gömlu trúarkönnun. Mjög mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og væri ekki kominn tími á aðra? Eruð vantrúarmenn annars ekki að auglýsa hversu margir eru komnir úr þjóðkirkjunni? Haldið þið þá ekki virkilega að það sé ekki kominn tími á uppfærslu?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2008 kl. 14:28

40 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Merkilegt hvað allir fá rangar niðurstöður í þínum huga, þú ert eins og ofsatrúarprestur sem heldur að hann hafi höndlað sannleikann

Matthías Freyr, svaraðu bara spurningu minni: 76.6% hverra segjast játa kristna trú?

Þegar þú hefur svarað henni sérðu að þú lest vitlaust úr þessari könnun.

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 15:22

41 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

þú greinilega berð hatur til sumra kristna manna.
Þú mátt tala um hatur, það er þitt val.  Ég nota ekki það orð.  Það tengist málinu ekkert hvort þessir menn eru kristnir eða ekki.  Það sem skiptir máli er hvernig þessir einstaklingar haga sér gagnvart mér og mínum börnum. 

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 15:23

42 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eins vil ég setja spurningarmerki við þessa 4 ára gömlu trúarkönnun. Mjög mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og væri ekki kominn tími á aðra?

Það er nokkuð til í því, trúleysi er mun meira áberandi í dag en fyrir fjórum árum. 

Sem ég viðurkenni fúslega að vera ríghaldinn fordómum gagnvart ykkur vantrúarmönnum. 

Það er munur á því að vera haldinn fordómum gagnvart einstaklingum eins og þú játar hér Guðsteinn Haukur og því að vera illa við kristna trú.  Einstaklingar annars vegar, hugmyndakerfi hins vegar. 

Matthías Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 15:52

43 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Öhömmm ... takk fyrir þetta Matti, þetta var illa orðað hjá mér, og átti ég ekki við einstaklinganna heldur furðulegt hugmyndakerfi ykkar.

Ég verð samt að viðurkenna að ég kann vel við suma vantrúarmenn sem persónur,  annars hefði ég sett ykkur alla í bann fyrir löngu síðan á minni síðu. En rétt er það, það er hugmyndafræðin sem ég er mótfallinn en ekki einstaklingarnir sem slíkir, og dreg ég fyrri orð mín tilbaka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2008 kl. 18:15

44 identicon

Áhugavert finnst mér að á flestum síðum trúaðra koma þessar tvær yfirlýsingar fyrir nær undantekningalaust þegar rök eru færð fyrir máli. A) Ég svara ekki nafnlausum. B) Ég banna/fjarlægi.

Það sýnir ofboðslegan barnaskap að lýsa einhverju yfir og geta ekki svarað gagnrýni á því öðruvísi en með hroka. Ekki að það sé gert við þessa færslu. En samt tekið fram að slíkt tíðkist.

Ég held að menn hér séu komnir á það stig að vera sammála um að vera ósammála. Ég er sammála Matthíasi Ásgeirssyni um að hugmyndafræði trúflokka sé varhugaverð og ætti að stöðva innreið hennar í skóla sem fyrst.

Það mætti líka kippa fjármagninu í burtu frá þjóðkirkjunni í leiðinni. Það eru fullt af öðrum hlutum að gera við 4-5 milljarði króna sem liggur meira á en að viðhalda úreltri stofnun sem virðist verða verri með hverju árinu.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:22

45 identicon

Guðsteinn, hugmyndafræði trúfrjálsra furðuleg.

Skoðum þetta; Trúfrjálsir hafna guðum því engar sannanir eru fyrir guðum.

Trúaðir: Trúa á sögur í gömlum bókum, segjast trúa því að það bíði þeirra geimgaldrakarl sem láti þá lifa 4ever; Þeir segja geimgaldrakarlinn kærleiksríkan og miskunsaman þó svo að meint bók hans sé yfirfull á overkill morðum... á ég að þurfa að fara lengra... nei þetta dugir vel til þess að sjá hver er furðulegur og hver ekki.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 11:51

46 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jæja nafni.  Best að ég hjálpi þér aðeins.

76.6% sem segjast kristin í könnuninni er ekki hlutfall af heildinni, heldur 76.6% þeirra sem svöruðu fyrri spurningu játandi.  Þar var spurt hvort fólk væri trúað.  Hið rétta er að rétt rúmlega 50% segjast játa kristna trú í þessari könnun.

Merkilegra er að einungis 43% segja að Jesús hafi verið sonur Gvuðs, sem er grundvallaratriði kristinnar trúar (samkvæmt dr. Pétri).

Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að hafa lesið vitlaust úr þessari könnun, Pétur gerði það sjálfur á sínum tíma. 

Matthías Ásgeirsson, 26.6.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband