Hamingjusamasti maður í heimi...gifti mig í gær!
13.7.2008 | 21:35
Dagurinn í gær var einn sá allra besti sem ég hef upplifað, en í gær gengum við Beta að eiga hvort annað. Eftir langan og strangan undirbúning var stóri dagurinn loks upprunninn. Við áttum æðislega stund í þingeyrarkirkju í gær, þar sem að Sr. Sigurður Grétar gaf okkur saman, Hallgrímur Ólafsson stórfrændi minn spilaði í kirkjunni sem og Steinn litli bróðir Betu og Keli stjúpi hennar spiluðu inn og útgöngumarsinn.
Veislan var síðan haldin í skíðaskálanum í Hveradölum og var hún miklu meira en æðisleg, maturinn frábær og þjónustan æðisleg. Fullt af fólki kom og gladdist með okkur og var það okkur mikils virði. Fullt af fólki flutti frábærar og æðislegar ræður sem okkur þótti rosa vlnt um
Bandið Hitakútur spilaði síðan fyrir dansi og er það mál fólks að betri ballhljómsveit hefði fólk ekki upplifað fyrr......
Síðan er það bara London á morgun.....
kv
Matti....í 10unda himni
Athugasemdir
Til hamingju með giftinguna! ÍA hefði nú mátt gefa þér betri brúðargjöf - en hún kemur, eða það skulum við vona!
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:53
Innilega til hamingju með giftinguna gamli vinur
Þjóðarblómið, 13.7.2008 kl. 22:57
Hey!!
Ertu bara með blogg-síðu Matti!!!
Gaman.
Voa að þið HJÓNIN hafið það gott í London og njótið þess að vera nýgift og sæt.
Til hamingju aftur og aftur.
God bless!!
Helga on Álftanes city.
Helga Björk (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:38
Innilega til hamingju Matti minn! Guð blessi hjónaband ykkar.
Lutheran Dude, 15.7.2008 kl. 19:35
Innilega til hamingju Matti :) og auðvitað Beta líka :)
Kittý Sveins, 16.7.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.