Ný framtíð?

Set hér inn pistil sem skrifaði á spjallborð skagamanna í dag. Bjarni takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir ÍA, farnist þér vel á nýjum vettvangi.

Jæja

Er ekki spurning um að hætta vangaveltum um Bjarna Guðjónsson og það hver sagði hvað í þessu máli öllu saman. Það breytir ekki niðurstöðunni að Bjarni er farinn frá félaginu og kemur ekki aftur í bili.

Það er spurt í öðrum þræði hvort kaupa eigi leikmenn fyrir peninginn sem fékkst fyrir Bjarna. Ég er á þeirri skoðun að eina staðan sem þarf að styrkja er markmannstaðan, það segi ég með fullri virðingu fyrir Trausta sem stóð sig þvílíkt vel í gær, en hann er ekki nema 17 ára gamall. Páll Gísli er því miður ennþá meiddur og daninn er bara langt frá því nógu góður og á ekki skilið að vera í liðinu.

Ég myndi vilja sjá Árna Gaut í markinu og eða Stjána Finnboga, þá bara til enda þessa seasons.

Varðandi liðið að þá fannst mér vera meiri "gleði" og barátta framan af í gær, en eftir því sem eitt sterkasta lið landsins sigldi á, að þá dofnaði það.

En ég hef trú á að Tvíbbanir muni setja enn meira mark sitt á liðið nú á næstu vikum og hef enga trú á því að við munum falla, við erum betri en svo ( þrátt fyrir að taflan sýni annað )

Nú er leikur á móti FC Honka á fimmtud. Það verður gaman að sjá liðið spila í þeim leik, við höfum í raun að engu að keppa nema bara stoltinu og því á að gefa öllum þeim ungu strákum séns á að spila þennan leik. Gefa þeim reynslu og styrk í baráttunni sem framundan er.

Guðmundur Böðvar var rosalegur í gær, Björn Bergmann átti sinn besta leik tímabilsins, Trausti var flottur og síðan er Aron Ýmir á bekknum, en hann hefur komið sterkur inn þegar hann hefur fengið tækifæri. Með þessa menn og fleiri af kjúllunum erum við vel staddir.

Förum ekki KR/Val leiðina og reynum að kaupa okkur árángur. Styðjum og eflum þá menn sem eru fyrir og þá munum við sjá gullöldina byrja fyrr en sumir halda.

Áfram skagamenn í blíðu og stríðu


mbl.is Valur dró tilboð til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki annað en dáðst af þessum pistli hjá þér. Alveg rétt hjá þér horfa fram á veginn. Tvíburarnir eru hæfileikaríkir þjálfarar sem eiga örugglega eftir að ná árangri með ÍA.

Við KR ingar ættum að taka þig til fyrirmyndar. Gangi ykkur skagamönnum vel í baráttunni um sæti í deildinni.

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:39

2 identicon

sæll höfðingi, ég hef ekki mikið vit á fótbolta en langaði nú bara að óska þér til hamingju með brúðkaupið!! gaman að lesa hvað allt var frábært hjá ykkur!!

Kveðja frá einni gamalli vinkonu úr KSS ;)

Berglind Ásgeirs (Keflavík) (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband