Mbl að standa sig í að segja frá.....
7.9.2008 | 17:22
"Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, er reiðubúinn að kljást við varaforsetaefni repúblikana, Söruh Palin, maður á mann - þ.e. í körfubolta.Obama, sem nýtur hvert tækifæri sem gefst til að spila körfubolta á milli kosningafunda, segist hins vegar ekki vera reiðubúinn að keppa við Palin í skotfimi, en hún er þaulvanur veiðimaður.
Hún lítur út fyrir að geta eitthvað; hún spilaði í framhaldsskóla, sagði Obama um körfuboltahæfileika Palins, er hann var gestur í þættinum
Ég veit að hún er góð skytta, og ég veit að ég myndi að öllum líkindum ekki fara með henni á skotsvæðið til að æfa skotfimina, sagði Obama og bætti við: Ég held að hún sé betri skytta en ég. En ég held að ég ætti góðan möguleika á körfuboltavellinum hins vegar.
Þess má geta að Palin fékk viðurnefnið Sarah Barracuda í framhaldsskóla vegna frammistöðu sinnar með körfuboltaliði skólans."
Í hvaða þætti var Barack Obama gestur?
Obama til í maður á mann við Palin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Mbl að standa sig í að segja frá.....“
Fleiri þyrftu nú að athuga sinn gang, amk. ef marka má málfarið á fyrirsögn bloggfærslunnar; en þar ríður andskotans eraðisminn húsum. Slíkt málfar hefði Þórbergur sálugi kallað annaðhvort flatneskju eða lágkúru.
tobbi (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:13
Já það má vel vera Tobbi að ég megi bæta málfar mitt. En ég er þó ekki opinber fjölmiðill og því leyfist mér að skrifa á minn hátt.
Þórbergur er ofmetinn!
Matthias Freyr Matthiasson, 7.9.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.