Mín samúð liggur hjá staffinu.

Ég er auðvitað ekki hlutlaus þar sem konan mín er að vinna þarna, en mín samúð liggur hjá fólkinu sem er að vinna á Skjá einum. Þau eru búin að vera að gera góða hluti undanfarin ár og hefur skjárinn verið með marga flotta og góða þætti sem ég persónulega horfi mikið á.

En því miður búum við í landi þar sem ein sjónvarpsstöð hefur forskot fram yfir aðrar. Því að RÚV fær böns af monný frá ríkinu til þess að halda sér gangandi og spreðar og spreðar en eins og það sé ekki nóg að þá eru þeir líka að kroppa af tekjum hinna stöðvanna með því að vera á auglýsingamarkaði.....hvar er sanngirnin í því?

Og þess vegna endar það með því að konan mín og fleiri missa vinnuna!

Síðan fyrir utan auðvitað það að vegna stöðu krónunar að þá kostar allt efni skjásins miklu mun meira en ella.

ÍSLAND Í ESB, TÖKUM UPP EVRU OG AFNEMUM VERÐTRYGGINGUNA

Ps: Mun hafa undirskriftina hér fyrir ofan, þangað til að allt það sem ég nefni er komið í gegn!


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurlegar fréttir, finn voða mikið til með Betu. En er þess fullviss að þessi hæfileikaríka kona þín fái eitthvað annað að gera.

Knús á stelpurnar þínar frá okkur. Verðum að hittast öll fljótlega, var voða gaman að hitta þig og Gúu á Dalbrautinni, en söknum þess að hitta ekki Betu.

Kveðja Stína

Stína (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Elísabet Thoroddsen

Hey... Takk fyrir þetta Stína :-)

Ég get nú líka sagt að ég sakni ykkar, allt allt of langt síðan ég hef séð ykkur, frétti að Aníta sé búin að stækka og þroskast mikið síðan við sáum hana í brúðkaupinu.

Bið að heilsa sólargeislanum og kokknum, hlakka til að sjá ykkur sem fyrst!

Kv B

Elísabet Thoroddsen, 30.10.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband