Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Becoming a dad....verðandi pabbi...pabbinn.is
26.1.2007 | 13:47
Jáhá, ég er verðandi pabbi og ekkert minna en það:) Ég og Beta eigum von á litlu kríli í Ágúst og er mikil spenna og gleði yfir því. Svoldið skemmtilegt að við fórum á leiksýninguna pabbinn um daginn sem sýnd er í Iðnó. Bjarni Haukur sem lék í hellisbúanum leikur og skrifar í þessari sýningu og get ég ekki annað sagt en það að pabbinn er síður en svo lélegri en hellisbúinn, heldur skárri ef eitthvað er!!! Og mér fannst hellisbúinn snilld.
Veit ekki hvort að það spilar inní að við eigum von á barni og þar af leiðandi tengjum svo mikið við það sem hann talar um, sérstaklega fyrir hlé en eftir hlé talar hann um það sem tekur við eftir meðgöngu og fæðingu og það var ekkert síður fyndið. Allavegna hlógum við og allur salurinn meirihlutann af sýningunni....bara snilld.....
Matti....special bodygard:p
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í blíðu og stríðu....vonandi ekkert slæmt
26.1.2007 | 10:34
Þetta eru ekki alveg nógu góðar fréttir en við skulum vona að strákarnir hristi þetta af sér. Við megum ekki við því að missa Guðjón Val og Loga frá okkur. þeir eru búnir að vera að spila eins og snillingar ( reyndar eins og allt liðið )
Missti af leiknum í gær því miður, vegna vinnu. Náði að horfa á hann með öðru auganu og varð svekktur í leikslok. En þetta er ekki búið og því set ég inn skoðunnarkönnunn hér á síðunni....takið þátt:)
Hafa áhyggjur af meiðslum lykilmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvenær lækka þjónustugjöldin???
26.1.2007 | 09:16
Ok, verð reyndar að láta það koma fram að við hér á Íslandinu erum mjög heppin með bankakerfið að mörgu leyti, því að í Bretlandi t.d. er bara hell að þurfa að standa í bankaviðskiptum og það þekki ég af eigin reynslu. Maður þarf að bíða ógeðslega lengi eftir því að fá reikning og skila inn pappírum og á erfitt með að millifæra yfir í aðra banka og ég veit ekki hvað og hvað......
En bankarnir hér mega samt alveg lækka þjónustugjöld og vexti á yfirdráttarheimildum og svona fyrst þeir eru að græða á tá og fingri
Hagnaður Landsbankans 40,2 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Endalok stórstjörnustefnu Real Madrid
25.1.2007 | 14:42
Ronaldo á leið til AC Milan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er einhver snillingur hér á þessu moggabloggi?????
25.1.2007 | 14:39
Málið er það að ég er að reyna að færa færslur úr gamla blogginu mínu ( sem var blogspot ) hingað yfir en það bara virðist ekki ganga upp....samt er ég að fara eftir leiðbeiningum að ég tel
Ef einhver telur sig vita hvurnig ég eigi að bera mig að þá endilega látið mig vita:D
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)