Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Yfirferð ársins 2007....þrátt fyrir að vera hættur að blogga + nýjar myndir

Jæja mínir kæru vinir. Ætla mér að brjóta fögur fyrirheit um það að ég sé hættur að blogga, reyndar sagðist ég myndi skrifa ef ég hefði eitthvað að segja. Hef svosem ekkert mikið að segja en það er víst hefð að fara yfir farinn veg.

Þetta ár er búið að vera eitthvert það magnaðasta sem ég hef lifað og stendur auðvitað uppúr fæðing dóttur minnar og það að fá að fylgjast með henni vaxa. Hún situr ákúrat núna við hlið mér í "ömmustól" og er að skoða jólakúlurnar á jólatrénu.

En svo ég fari yfir áríð, stuttlega hvern mánuð fyrir sig ( eftir því sem ég man )

Janúar:

Fyrsti mánuður ársins og það er ekki mikið sem gerðist þar sem ég man eftir, nema það að við ( ég og Beta ) vorum að venjast tilhugsunni um það að við værum að verða foreldrar.

Febrúar:

Ekki mikið sem gekk á þarna nema það að ég varð 27 ára og hélt afmælisveislu í sumarbústað í svignaskarði, veislan er kannski einna helst minnistæðust fyrir það að humarsúpan varð algjör viðbjóður. Fórum reyndar líka til Akureyrar í leikhús, massa gaman.

Mars:

Við fluttum í Hafnarfjörðinn og er það æðislegt, fyrir utan það hvað það er langt að fara allt. Mig dreymdi líka Gumma Steingríms í heldur eftirminnilegum draumi.

Apríl:

Þarna var kosningarbaráttan kominn á flug og lífið gekk að miklu leyti út á það að það væru að koma kosningar......Einnig fengum við að vita það að við ættum von á stelpu.

Mai:

Þarna varð Beta 26 ára og við fórum til Slóveníu og það var magnað.......við vorum þar í viku og áttum æðislegar stundir nema fyrir utan það að við lentum í smá veseni með tengiflugið.......Við trúlofuðum okkur líka í þessari ferð. Einnig að samfylkingin komst í ríkisstjórn:=)

Júní:

Þessi mánuður var tíðindi sorgar fyrir mig. Mín kæra vinkona hún Susie Rut lét lífið í þessum mánuði. Guð blessi minningu hennar.

Júlí:

Ég fór og keypti Harry Potter bókina...beið í biðröð:=) Man ekki hvað ég gerði meira.

Ágúst:

Þann 25 gerðist það að eftir 41 klukkustundir fæddist litla prinsessan okkar hún Gúa Dögg.....lífið hefur ekki verið samt eftir það.....yndislegt í alla staði.

September:

Var í bómul í september, gerði ekki annað en að hugsa um litlu dúlluna og var það æðislegt. Hún var skírð Gúa Dögg í lok september í fallegri athöfn í Vatnaskógi.....einnig bauð ég mig fram til varaformanns ungra jafnaðamanna.

Október:

Ég tapaði í kjörinu til varformanns, sagði upp stöð 2 og við keyptum okkur myndavél og ég opnaði flickr síðu.

Nóvember:

Ég hætti að blogga, eða tók semsagt pásu.....man ekki eftir neinu sérstöku frá þessum mánuði.....jú við fórum á Akureyri á Óvitana.....geggjað gaman.

Desember:

Fórum í vikuferð til Danmörku, tvisvar í sumarbústað.....og áttum gleðileg jól....

Þá er búið að fara yfir árið.....takk fyrir frábært ár.....óska ykkur alls hins besta á hinu nýja ári..veit ekki hvort ég haldi áfram að blogga...kemur í ljós.....komnar nýjar myndir inná flickr síðuna

http://www.flickr.com/photos/mattimatt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband