Stórkostleg mynd

Varð bara að setja þessa mynd hér inn

ekkert smá gott


Í nýju hlutverki!!

Það er ansi sérstök tilfinnig að vera búinn að fá þetta hlutverk sem ég er nú kominn í, .þ.e.a.s. pabbahlutverkið. Nú er rúm vika frá því að litli gullklumpurinn okkar kom í heiminn og er óhætt að segja að lífið hjá manni hafi tekið stakkaskiptum. Kannski best að útskýra það þannig að á mánudaginn í síðustu viku þurfti ég að skreppa að heiman í nokkra klukkutíma ( tvo tíma að ég held ) og það var nokkuð skrítið að upplifa það að fólk væri bara að fara í vinnunna og í búðir og gera sína daglegu hluti á meðan litla dóttir mín biði bara heima hjá mömmu sinni. Einnig er það ansi skrítið að ég er farinn að keyra miklu miklu varlegra heldur en áður ( ekki það að ég hafi verið einhver ökufantur ) og horfi á lífið með allt öðrum augum.

En þetta er stórkostleg upplifun og myndi ég ekki vilja vera án hennar. Litla prinsessan er búin að vera rosalega vær og góð, drekkur og sefur og drekkur og sefur, er reyndar búin að vera meira vakandi núna síðustu daga og skoða og forvitnast og er rosa gaman að taka eftir því, einnig stækkar hún á hverjum degi finnst manni.

Ættingjar og vinir eru búinir að vera duglegir að koma ( en samt gefið okkur líka næði ) og þykir okkur vænt um það, það er búið að hrúa á litlu dömuna fullt af fötum og gjöfum og erum við rosa þakklát og ánægð með það

Annars eru ég og Beta búin að vera veik síðan á fimmtudag, fengum flensudrullu, hálsbólgu og kvef en virðumst vera að losna við það.

Annars er bara sæla og gleði hjá okkur.


myndir af litlu prinessunni

Það eru nokkrar myndir komnar af litlu dömunni og litlu fjölskyldunni í albúm hér til hliðar, fleiri bætast við á næstu dögum.

kv

Matti, Beta og litla prinsessan


Koma stúlku Matthíasdóttur í heiminn tók sinn tíma.

Vil byrja á því að þakka fyrir allar þær fallegu kveðjur og hamingjuóskir sem við í litlu fjölskyldunni höfum fengið að heyra og sjá, bæði hér á blogginu sem og í sms og símtölum. Takk fyrir.

Mig langaði að færa í letur þessa upplifun sem það er að verða pabbi í fyrsta sinn en ég efast um að ég geti fært það í orð þær tilfinningar sem ég hef upplifað síðustu daga.

Það byrjaði ferlið um 03:00 - 04:00 á aðfaranótt föstudags en þá byrjaði Beta að finna verki á meðan ég svaf á mínu græna. Þegar ég vakna um 8 leytið til þess að gera mig kláran í vinnu að þá tek ég eftir því að Beta liggur í rúminu með tölvuna okkar og er á heimasíðunni contrationmaster.com sem er heimasíða þar sem þú mæli tímann á milli hríða!! ( það er allt til í þessu )

Mín fyrstu viðbrögð voru þau að spurja hvort að hún væri komin af stað og fékk ég játandi við því, því hringdum við í Tengdó og lögum af stað til Keflavíkur en þar var stefnt að eiga litlu prinsessuna.

Þegar þangað var komið var Beta sett í monitor og mælt hjartslátt barns og samdrætti móður. Eftir smá tíma kom það í ljós að útvíkkun væri ekki nema 3 - 4 sem þó þýddi að hún væri komin af stað en ætti þó nokkuð eftir. Því vorum við send heim og sagt að koma aftur þegar samdrættirnir væru orðnir reglulegir.

Því var farið heim og deginum eytt heima og alltaf var contrationmaster.com notuð. Þegar klukkan var orðin 23:00 og samdrættirnir reglulegir en samt nokkuð á milli þeirra en þó harðir var ákveðið að fara aftur til Kef. Á leiðinni þangað versnuðu verkirnir og styttust á milli. En þegar komið var á deildina hættu þeir ( samdrættirnir ) og því vorum við aftur send heim.

Þegar klukkan var orðin 5 um nóttina og Beta sárkvalin og þreytt ( þá búin að vera vakandi síðan um 15:00 á fimmtudeginum ) að þá tókum við þá ákvörðun að fara á landsspítalann þar sem Beta var "svæfð"

Þegar Beta vaknaði aftur um 9 leytið var komið 6-7 í útvíkkun og því var komin tími til að fara í baðið en þar ætlaði hún að eiga. En aðstæður voru þannig að eftir nokkra klukkutíma eða um klukkan 14:00 að þá var ákveðið að setja mænudeyfingu í hana.

En tíminn fram að því er einn sá erfiðasti sem ég hef upplifað, og nota bene ég er að skrifa um mína upplifun á þessu, ég geri mér grein fyrir hennar kvölum. Að standa þarna hjá og ekki geta gert neitt fyrir hana, öll snerting var henni óþægileg og sársaukin nær óbærinlegur plús það að þreytan svo mikil.

Við mænudeyfinguna breyttist allt og verkirnir hurfu að mestu og gekk allt vel að mestu leyti eftir það.

En þvílík hetja sem konan mín er, ég kemst ekki yfir það hversu ótrúlega sterk og dugleg hún er. Fæðingin sjálf og að sjá stúlkuna koma uppá brjóstkassa Betu og heyra grát hennar er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. En að fá hana í fangið er það magnaðasta.

Hún er algjörlega fullkomin og svo falleg og vær. Ég er algjörlega heppnasti maður í heiminum og það jafnast ekkert á við þessa tilfinningu, ekki neitt.

Kv

Matti....pabbi í sæluvímu.


Stúlka Matthíassdóttir fæddist 25 ágúst klukkan 20:41

Litla fallega stúlkan okkar er komin í heiminn. Tilfinningaflæðið er rosalegt og ekkert sem jafnast á við þetta. Móður og barni heilsast rosalega vel. Mun skrifa meira seinna.

Kv.

Matti pabbi:)


Klukkaður.....kannski líka klikkaður

DOS ( Davíð Örn Sveinbjörnsson ) blogg"vinur" minn klukkaði mig gegn litlum þökkum. En ég mun víst uppfylla skyldu mína. Nú mun ég segja frá 8 ómerkilegum ( eða merkilegum, fer eftir því hvernig þú horfir á það ) hlutum

Nr 1: Ég kynntist Betu ( unnustu minni ) fyrir að verða í Janúar 2006....byrjuðum saman í ágúst 2006

Nr 2: Því eigum við árs afmæli nú í lok ágúst

Nr 3: Við eigum von á okkar fyrsta barni nú á næstu dögum ( reikniði nú )

Nr 4: Ég bað hennar í sundlaug í Lasko í Slóveníu í maí

Nr 5: Ég er búinn að sækja 4 sinnum um í leiklistardeild Listaháskóla Íslands

Nr 6: Ég er dropát úr leiklistarskóla í Bretlandi.....

Nr 7: Ég held með ÍA í knattspyrnu

Nr 8: Ég er fréttasjúklingur

Ég klukka, Halla, Vigga, Gumma Steingríms og Prakkarann


Barnið á leiðinni og ofmetinn Henry Birgir.

Ég hef ekki nennt að blogga.....engin spes ástæða fyrir því. Við ( ég og Beta ) erum núna bara að bíða eftir að dóttirin nenni að koma í heiminn, reyndar er ekki áætluð lending fyrr en á þriðjudag en samt. Beta er komin í frí og er búin að vera að gera hreiðrið klárt og stendur hún sig vel í því.

 Verð að segja það og hef sagt það áður....Konur þið eigið heiður skilin fyrir allt það sem þið leggjið á ykkur til þess að eignast börn, fyrir okkur kallana er þetta í flestum tilfellum pís of keik miðað við það sem þið þurfið að þola, hormónaflæði og grindargliðnun og grátköst og lítið þol og stækkandi maga og erfileika með sjálfsögðustu hluti, ef þetta væri lagt á karlmenn myndu þeir nær undantekningalaust leggjast í gólfið og grenja.....svo ég minnist nú ekki á fæðinguna sjálfa.....úff segji ég nú bara.....Konur þið eruð snilld.

 Verð reyndar að taka það einnig fram að meðgangan hjá Betu hefur gengið rosalega vel og ekki mikið um "aukaverkanir" og megum við vera þakklát fyrir það. Einnig vil ég minnast á það að við karlmenn sleppum sem betur fer við allt þetta " vesen " ( ekki illa meint ) en við fáum aftur á móti ekki að upplifa hreyfingarnar ofl eins og þið.

 En síðan er eitt....eins gott að þetta sé stelpa hjá okkur.....við eigum liggur við bara bleik föt:)

 Einnig....ekki hringja í okkur bara til þess eins að tékka hvort barnið sé ekki örugglega komið eða hvort það sé ekki á leiðinni.....trúið mér þið munið frétta það ef eitthvað gerist  

(en ykkur er guð velkomið að hringja og spjalla eða jafnvel koma í heimsókn )

 Henry Birgir íþróttafréttamaður var með einhverja "tilraun" hér á moggablogginu og skil ég tilraunina að vissu leyti en mikið finnst mér hann ofmetinn.........


búinn að segja þetta

samanber síðustu færslu
mbl.is Steingrímur Ólafsson nýr fréttastjóri Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Ernir rekinn!?

Er hissa á því að ekkert skuli vera minnst á það á mbl.is eða vísi.is að Sigmundur Ernir hafi látið af störfum sem fréttastjóri fréttastofu stöðvar 2 og að Steingrímur S. Ólafsson ( Denni ) fyrrum ofurbloggari og stjórnandi Íslands í Dag hafi tekið við af honum.

 

Þetta er fullyrt í DV í dag ( sem reyndar er kannski ekki alltaf fullt mark takandi á ) 


25 söngvarar synga Bohemian Rhapsody

Þessi maður gerir þettta nokkuð vel.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband