Ég er karlmaður..viltu kjósa mig sem varformann UJ?

Eins og fram hefur komið hér á blogginu mínu að þá hef ég ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns ungra jafnaðarmanna en kjör hans fer fram um næstu helgi á landsþingi UJ.

Það er svo að það er önnur manneskja búin að bjóða sig fram og heitir hún Eva Kamilla. Ég þekki hana ekki neitt en veit ég þó það að hún er í framkvæmdarstjórn UJ sem og samfylkingarinnar og hefur verið í innsta hrings UJ undanfarin ár. Það eitt og sér er nóg til þess að gefa henni fullt af atkvæðum til þess að verða varaformaður og veit ég að hún mun alveg örgglega gera flotta hluti fyrir UJ.

Ég veit að hinn almenni félagmaður myndi undir eðlilegum kringumstæðum kjósa Kamillu en sérstaklega í ljósi þess að ég hef ekki beint verið á fullu sem innan UJ en ég stefni að því að verða það hvort sem ég fæ kosningu eða ekki. En ég tel að ég geti unnið vel sem varformaður UJ og ég vil vinna að því að fá fleiri til liðs við málsstaðinn. Ég er á þeirri skoðun að flest allir þeir sem eru hluti af minni kynslóð, að þeir séu jafnaðarmenn í brjósti sínu. Þeir fengu nóg af stjórnarfari síðustu ríkistjórnar og því er þegar ný stjórn er komin til valda að þá er tíminn til þess að vekja athygli á UJ og vinna hug og hjörtu þeirra.

Síðan er það skemmtileg staðreynd að Anna Pála er sjálfkjörin formaður UJ og því er það lógíst að það verði karlmaður sem verði varaformaður....eða er það ekki það sem jafnréttissinnar vilja:)
( vonandi skynjiði kaldhæðnina).....?

Ef þið viljið vita meira að þá spurjiði og ég mun reyna að svara eftir bestu getu. Annars bið ég um þinn stuðning á landsþingi UJ um næstu helgi


Gúa Dögg Matthíasdóttir

Vil þakka þær kveðjur og hamingjuóskir sem við höfum fengið í sambandi við nafn dóttur okkar. Ég mun á næstu dögum skrifa um skírnina og setja inn myndir frá henni.

Veit ég vel að Gúa er kannski ekki þetta típýska nafn enda er það þannig að dóttir okkar er sú eina sem heitir það réttilega í dag, þ.e. að hún er sú fyrsta sem er skírð þessu nafni og þykir mér og okkur vænt um þá staðreynd. Það tekur tíma að venjast því, ég hafði til að mynda aldrei heyrt þetta nafn áður en ég og Beta byrjuðum saman en mamma hennar er kölluð Gúa, en í dag finnst mér það gullfallegt og síðan þegar Dögg bætist við að þá verður það enn fallegra.

 Annars er bara allt gott að frétta af litlu fjölskyldunni minni, þegar ég fór til vinnu í morgun lá dóttir mín við hlið mömmu sinnar, skælbrosandi og ánægð með lífið......

það er með því fallegasta sem ég hef séð......eins væmið og það hljómar.


Beta bloggar!!!

Merkileg tíðindi gerðust á lækjargötunni í dag.......Beta er byrjuð að blogga, tékkið á henni á http://superbeta.blog.is einnig er hún efst á lista yfir mína bloggvini. Vildi bara láta ykkur vita

Stúlkan búin að fá nafn..skírnin var í dag.

Við héldum upp í Vatnaskóg fyrir hádegi í dag þar sem stefnan var að skíra litlu prinsessuna í kapellunni í Vatnaskógi. Sr. Sigurður Grétar prestur á Hvammstanga og fyrrverandi foringi minn í vatnaskógi skírði.

Athöfnin var virkilega falleg og var prinsessunni gefið nafnið Gúa Dögg Matthíassdóttir. Gúa í höfuð móðurömmunar og Dögg út í loftið. Ömmurnar voru skírnarvottar.

Síðan var haldið heim í Hafnarfjörðinn þar sem kaffi var á boðstólum, og kökur og brauðtertur frá ömmunum. Palli bró gerði síðan gullfallega og bragðgóða skírnartertu. Þökkum kærlega fyrir okkur.

Matti, Beta & Gúa Dögg

Ps: Vil síðan þakka Ágústu Þorbergsdóttur kærlega fyrir hjálpina


Framboð mitt í umræðunni:)

Anna Pála ( http://annapala.blog.is ) sem ætlar að verða formaður UJ og sem mér lýst vel á er að skrifa um mig á bloggsíðunni sinni. Eða réttara sagt er hún að segja frá því að ég og Eva Kamilla ( http://kamilla.blog.is/ ) séum að bjóða okkur fram í varaformannsembætti UJ.

Ég því miður hef kannski ekki verið eins virkur og ég hefði viljað vera undanfarið ár innan UJ en með þessu framboði mínu er grunnurinn lagður að því. Ég þekki ekki Kamillu nema bara af afspurn og geri mér grein fyrir því að við ramman reip er að draga en ég er óhræddur:)

Ég hlakka til þingsins og sjá hvernig þetta fer allt saman, er allavegana óhræddur við að kynnast fólki og sjá hvað það skilar sér og með þessu er ég að sýna vilja til þess að vinna í þágu UJ.


Tilkynni framboð mitt til varaformanns Ungra Jafnaðarmanna.

Matthías Freyr Matthíasson 27 ára Æskulýðsfulltrúi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að verða varaformaður Ungra jafnaðarmanna en ársþing samtakanna verður haldið í október.

Matthías Freyr starfar sem Æskulýðsfulltrúi við Bústaðakirkju í Reykjavík og hefur gegnt þeirri stöðu síðan í Nóvember 2006.

Matthías Freyr sat í stjórn Ungra Jafnaðarmanna veturinn 2005 - 2006 og hefur verið meðlimur hreyfingarinnar síðan 2003. Matthías hefur undanfarin ár starfað að málefnum ungs fólks.

Matthías Freyr býr nú ásamt unnustu sinni Elísabet Thoroddsen og nýfæddri dóttur þeirra í Hafnafirði.


Klikkað mark!!!

Bilað flott mark og vel gert, íslendingar mikið betri:)

Sölutrikk?

Spyr sá sem ekki veit, en var verið að reyna að selja miða á leikinn með því að nota Eið sem söluvöru? Það var nú bara síðast seinnipartinn í dag þar sem enn var talað um að Eiður gæti komið inná í seinni hálfleik, en þá voru enn 700 miðar eftir. Hvað breyttist á tveim - þrem tímum?

En burt séð frá því að þá verður þetta vonandi flottur leikur og að okkar menn nái að standa í spánverjunum.


mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maggi hefur staðið sig vel.

Leiðinlegt að Maggi ætli ekki að halda áfram. En ég veit líka að það eru til sterkir einstaklingar innan hreyfingarinnar sem geta tekið við.

Verður spennandi að sjá hverjir sækjast eftir embætti


mbl.is Formaður Ungra jafnaðarmanna gefur ekki kost á sér áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er yndislegt.

Ég veit ekki hvort að fólk muni halda að ég sé ekkert annað en væminn og tilfinningaríkur þessa dagana......það er líka alveg rétt:)

En ég hef ekkert að segja annað en það að lífið er yndislegt þessa dagana og stúlkan er eins og ljós. Alveg magnað að fylgjast með henni þroskast og dafna. Maður sér hana stækka á hverjum degi og taka meira og meira eftir umhverfinu, hún er líka ekki langt frá því að fara halda höfði. Mömmu hennar finnst líka rosalega gaman að klæða hana upp í voða pæjuleg föt:)

Við erum búin að vera nokkuð dugleg við að fara út, fórum uppá skaga í gær og litla daman var bara vakandi allann daginn, í heimsóknunm víðs vegar um daginn. Hún virðist kunna bara vel við sig í bílstólnum sem er vel því að foreldrarnir eru duglegir við að ferðast.

Síðan erum við að spá í að fara til köben í Des, ef það er einhver góðhjartaður þarna úti sem á íbúð í köben sem hægt er að leigja eða þekkir einhvern sem á íbúð sem hægt er að leigja væri ég voða þakklátur ef sá hinn sami myndi vilja leigja okkur hana í des.

Annars bara gleðileg væmniskveðja úr litlu íbúðinni frá litlu famyliunni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband