Gummi Steingríms flottur í kastljósinu!
12.4.2007 | 22:42
Það gætu einhverjir haldið að ég væri með Gumma Steingríms á heilanum, þetta er önnur færslan mín á stuttum tíma um þannan prýðismann en í þetta skiptið dreymdi mig hann ekki:)
Ég semsagt horfði á hann í kastljósinu í kvöld þar sem hann mætti Illuga Gunnarssyni* í debati um ræðu Geirs H. Hardee sem hann flutti á landsfundi sjallanna í dag. Það sem ég hjó eftir í þættinum í kvöld var það hvað Gummi kom virkilega vel út og virkilega sýndi og sannaði að þarna er öflugur þingmaður ( verðandi ) á ferðinni. Hann var rökfastur og fór vel yfir sviðið og sagði hlutina eins og þeir eru, það er komið nóg af því að sjallarnir séu hér við stjórn!
Og mikið fannst mér gott commentið hjá Gumma um það að það er stórmerkilegt fyrirbæri að sjallarnir eru einhvernveginn fastir áskrifendur að þessum 30-35 prósentum án þess að þurfa nokkurn tímann að svara fyrir gjörðir sínar! Síðan koma þeir fram eins og t.d. í dag og ætla nú loksins eftir tólf ára setu við stjórn landsins að bæta kjör aldraðra!!! Common, give us a break.
Nú er nóg komið af þessu fólki og kominn tími á það að skipta um stjórn og fá flokka sem eru velferðaflokkar og vilja hag ALLRA landsmanna sem mestann, samfylkingin með ISG í fararbroddi stendur fyrir framþróun og velferð og er sá flokkur sem mun svo sannarlega breyta og taka til eftir þessa menn, ISG er vön því eins og hún sýndi í borginni. Við munum bæta efnahagsmálin, laga stöðu aldraðra og öryrkja, bæta hag barnafólks ( eins og stefna okkar unga ísland sýnir ) laga menntakerfið og heilbrigðismálin, taka til í umhverfismálum og hætta að einblína á álver og virkjanir sem okkar einu lausn. Nú er lag að breyta og koma á alvöru VELFERÐARSTJÓRN!!!
Bið að heilsa á landsfundinn hjá samfylkingunni sem hefst á morgun, kemst því miður ekki en ég er með í anda.
ÁFRAM X-S
*breytt eftir ábendingu frá EA, var skrifað í fljótfærni, takk fyrir að benda á þetta
Athugasemdir
Tvær spurningar:
1) Ertu viss um að hann hafi mætt Illuga Jökulssyni?
2) Hvernig færðu út að hann sé verðandi þingmaður?
Eyþór Laxdal Arnalds, 12.4.2007 kl. 22:50
Takk Eyþór, búinn að laga þetta eins og þú sérð þessa villu með föðurnafn Illuga. Svo ég svari spurningu nr 2 að þá er ég viss um það að Guðmundur nær kjöri inn á þing, þess vegna set ég þetta fram svona:)
Matthias Freyr Matthiasson, 12.4.2007 kl. 22:59
Okey, ég hef alltaf kosið samfylkinguna....En!!!! Það er ekki einn einasti flokkur sem ætlar að gera nokkurn skapaðann hlut fyrir menntaða iðnaðarmenn!!!! Enginn!! Við lærum og menntum okkur eins og allir hinir og hvað?? Við erum stöðnuð í launum.
Finndu flokk sem vill laga þetta og ég skal kjósa hann.
Bjarkey Björnsdóttir, 21.4.2007 kl. 09:10
Kæra Bjarkey.
Samfylkingin legggur mikla áherslu á að hlúa að smáum og meðalstórum fyrirtækjum, m.a. iðnaðarmannafyrirtækjum.
Reyndar er það svo að fáir fá kauphækkun nema með harðvítugri kjarabaráttu.
Gummi Stengríms fer auðvitað inna á þing. Hvaða kost eiga kjósendur í kjördæmi hans betri en að exa við essið?
Kalli Matt
Karl V. Matthíasson, 23.4.2007 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.