Mr. Skallagrímsson í landnámssetrinu í Bonganesi ( eins og skagamenn kalla það )

Þessu færsla er úr einkalífinu.

Ég og Beta áttum svo sannarlega góða helgi saman, fórum á skagann tvisvar, borðuðum góðan mat, ferðuðumst aðeins og enduðum síðan helgina á trompi í gær með því að verða soldið þjóðleg.

En við semsagt vöknuðum ( eða ég réttara sagt ) klukkan hálf tíu í gær og fór að vinna í smá tíma, fór síðan heim um hádegisbilið en þar var konan var nývöknuðTounge  Fórum síðan til tengdó í mat, fengum reyktan kjúlla og var það virkilega gott. Þegar við vorum búin þar að þá ákváðum við að fara í þjóðmenningasafnið sem ég hafði aldrei áður farið í. Verð ég að segja að þetta safn er ótrúlega flott og endurbyggingin tókst gríðarvel, og ekki var dýrt þangað inn. 1200 kall fyrir okkur 2.

 Þegar við vorum búin að skoða allt þar að þá fórum við af stað úr bænum og heimsóttum ömmu & afa Betu sem búa á Hvanneyri. Það var gott og þægilegt að koma þangað, fengum þetta fínasta kaffi og áttum gott spjall.

Fórum síðan í Borganes þar sem við áttum miða á sýninguna Mr. Skallagrímsson sem sýnd er í Landnámssetrinu sem er rosalega flott hús og virkilega skemmtilegt þar sem þar fer fram. Það þarf sko ekkert álver til að gera hlutina ( ok smá pólitík )

 Við byrjuðum á því að fara á sýninguna Egilssaga Skallagrímssonar sem er sýning sem er í kjallara landnámssetrisins, en þar er farið í gegnum söguna, þú labbar um kjallarann með i-pod tæki þar sem er hljóðleiðsögn og þú ferð á milli stöðva og heyrir þar af afrekum Egils......Mæli með þessu.

Eftir þetta fórum við á leiksýninguna sem við vorum komin til að sjá, en við vorum það heppin að fá miða sökum þess að einhver hópur hætti við og ég heyrði auglýsingu á föstudaginn í útvarpinu og hringdi og fékk miða. Það var stútuppselt en þannig hefur það víst verið þetta ár sem sýningin hefur verið í gangi.

Benedikt Erlingsson fer með aðalhlutverkið í þessari sýningu, en hann er sögumaður og interaktar hann mikið við áhorfendur. Hann fer ekki í nein gerfi, .þ.e.a.s. að hann notar ekki props eða grímur eða eitthvað svoleiðis, heldur notar hann hljóð eins og t.d. þegar fólk blæs hári frá andliti og þá hreyfingar með ( vona að þetta skiljist ) Einnig er hann ekki í búningum. Hann er bara sögumaður.

Og mikið rosalega gerir hann þetta skemmtilega, hann nær að halda athyglinni hjá manni algjörlega. Benni er magnaður sögumaður, talar hratt þegar spennan nær hámarki og dregur úr hraðanum þegar þar á við. Það voru börn á þessari sýningu í gær og interaktaði hann mikið við þau og ég gat ekki séð að þeim leiddist. Einnig virtist vera að honum væri alveg sama þótt áhorfendur tjáðu sig eitthvað við hann á meðan hann var að segja frá. Að því leytinu til er þetta ekki hefðbundin leiksýning í þeim skilningi, heldur er þetta eins og maður gæti ýmindað sér að sögustund í baðstofunum var í gamla daga.

 5 stjörnur af 5 mögulegum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband