Ok enn ein skoðunarkönnunin og framsókn reynir hræðsluáróður

Þetta er orðið nokkuð fyndið. Það kom könnun í dag frá capacent gallup sem sýndi niðurstöðu og síðan kemur könnun frá félagsvísindastofnun fyrir stöð2 sem sýnir allt aðra niðurstöðu.

En ég held að meira mark sé takandi á könnunni sem félagsvísindastofnun, og það er ekki vegna þess að við ( samfylkingin ) sé eitthvað meira uppá við þar heldur eingöngu vegna þess að sú könnun tekur til 2400 manns og ég trúi ekki að fylgið sé á eins mikilli hreyfingu og capacent kannanirnar eru að sýna.

En merkilega við þetta er að ríkistjórnin er fallin og eða með mjög tæpan meirihluta. Og eftir því sem nær dregur að þá fer framsókn í skotgrafirnar og reynir að skjóta í allar áttir, á DV t.d. og talar um að þeir muni ekki fara í stjórn ef Þeir fái þetta fylgi sem kannarnir sýna......vonandi að það muni hafa þau áhrif að fólk fari að kjósa þá til þess að halda þeim við stjórn.....þeir gera sér ekki grein fyrir því að allir eru fegnir við það að þeir hverfi úr stjórn og helst vill fólk að framsókn hverfi úr íslenskri pólitík.

En ég ætla nú einnig að vera góður við framsókn því að mér finnst ekki sanngjarnt að þeir einir séu að taka það á sig slæma stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki skilið 38 % fylgi....ég trúi ekki að fólk ætli sér að kjósa þenna flokk ójöfnuðar og biðlista og eiginhagsmunar yfir sig enn og aftur. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem fer hvað mest í taugarnar á mér, hann stendur fyrir allt það sem ég þoli ekki við íslenst samfélag. Og það er kominn tími á það að gefa þessum blessaða flokki frí.

Hversu lengi eigum við að leyfa X-D að stjórna þessu landi, takandi vafasamar ákvarðanir samaber stuðningin við Írak, biðlistana, ítrekuð brot á öldruðrum og öryrkjum, einkavæðingu, umhverfisspjöll, launamissmunun kynjana. Flokki sem er búinn að sjá til þess að 18 sinnum hafa stýrirvextir verið hækkaðir á nokkrum mánuðum vegna óstöðugar efnahagsstjórnar. Vafasamar ákvarðanir í samgöngumálum og þeir hafa sýnt það að þeir kunna ekki að sjá um velferðarmál, það er staðreynd. Og ekki má gleyma ummælum Geirs H. Hardee um sætustu stelpuna á ballinu lýsa þessum karlrembuflokki mjög vel.

En því miður að þá fer X-D alltaf í einhvern annan búning fyrir kosningar, fyriri borgarstjórnarkosningarnar í fyrra varð hann bleikur, núna er hann bleikur/grænn og þykist vera velferðarflokkur sem hann EKKI.

Ég vona svo sannarlega að fólki í landinu sjái það að þeir eru í felulitunum, eins og myndbandið hér neðar í síðunni sýnir. X-D er ekki eini flokkurinn sem getur séð um efnahagsmálin, eða velferðarmálin eða sjávarútveginn eða samgöngumálin. Nú er komið að Samfylkingunni til þess að sjá um þessi mál.

Henni er treystandi til þess!


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sæll, í dag er staðan sú að þessi spurning hér: "Hversu lengi eigum við að leyfa X-D að stjórna þessu landi, " á mest erindi við forystu Samfylkingarinnar.

Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Já Pétur það er rétt hjá þér, og ég trúi því ekki að mitt fólk, fái það umboð til þess muni mynda ríkisstjórn með X-D. Ef það gerist að þá segi ég mig úr samfylkingunni!

Matthias Freyr Matthiasson, 11.5.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband