Strákarnir eiga að vera stoltir
12.5.2007 | 18:10
Var að koma af leiknum ofan af skaga og mikið er ég stoltur af strákunum. Þeir stóðu sig ekkert smá vel. Hefðu reyndar mátt vera aðeins öruggari í sínum leik í byrjun en þeir komu sterkir inn í seinni hálfleik sérstaklega. FH liðið með alla sína menn sem svo sannarlega eru toppspilarar voru hreint alls ekki sannfærandi gegn "kjúklingunum" ofan af skaga.
ÍA átti skilið að fá stig útúr þessum leik. Og ef þetta er það sem gefur tóninn fyrir sumarið að þá mega önnur lið vara sig á ÍA liðinu, það er nokkuð ljóst.
En flottur leikur og góð byrjun á íslandsmótinu sem vonandi verður jafn skemmtilegt og þessi fyrsti leikur sumars var.
Áfram ÍA og áfram samfylkingin.....muna að kjósa rétt:)
Guðjón: Margir áttu von á stórsigri FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja Matti,
ætla ekki að tjá mig um fótbolta. Langar bara að vita hver afstaða þín er til stjórnarmyndunar S og D sem er í gangi? Þú varst með stór orð um að segja þig úr Samfylkingunni ef slíkt myndi gerast. Hvað er til í þeim málum? Voru þetta bara innantóm orð eða eitthvað sem þú ætlar að framkvæma?
Daníel (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.