Lýst vel á þetta + fréttir úr einkalífinu

Ég verð að tjá mig um mín fyrri ummæli fyrst að ég er spurður hér í athugasemd á blogginu. Ég sagði víst um daginn hér á blogginu sem og í heyrandi hljóði að ég myndi segja mig úr samfylkingunni ef þau myndu ganga til liðs við sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.

Þessi ummæli mín voru sögð og á þeim tíma var ég þess fullviss um að það væri það sem ég myndi gera. Þegar síðan tíðindin um nýja ríkisstjórn voru sögð fór ég að skoða minn hug. Það lá alveg ljóst fyrir að mín skoðun væri sú að mynda ætti vinstri-velferðarstjórn eftir kosningar ef það væri hægt. Því miður er það ekki hægt.

EN að því sögðu, að þá er samfylkingin sá flokkur sem ég á samleið með í íslenskri pólitík og ég er það pólitískur að ég get ekki verið utan flokka, og málefnasamningur ríkisstjórnarinnar er flottur og get ég ekki verið annað en sáttur, þrátt fyrir það að þetta sé ríkisstjórn samfylkingar og sjallanna og mun ég því ekki segja mig úr samfylkingunni heldur mun ég frekar auka krafta mína þar innan ef nokkur kostur er. Þó er ég ekki að segja að ég sé sammála öllu um ráðherraskipan eða skiptingu embætta en tek það fram að mér lýst rosalega vel á Björgvin G og þarf ekki að taka það fram að mér lýst vel á Össur í því embætti sem hann er í.

Og varðandi það að Kristrún sé aðstoðamaður ISG er flott og efa ég ekki að hún muni standa sig vel í sínu starfi.

En úr pólitík yfir í einkalífið:

Ég er nýkominn frá Slóveníu en þangað fór ég á 26 ára afmælisdaginn hennar Betu ( 16 maí ), eða réttara sagt fórum við daginn eftir en í tilefni afmælis hennar. En á afmælisdeginum rændi ég henni úr vinnunni og fór með hana í dekur í mecca spa og síðan fórum við til London degi áður en hún hélt að við ættum að fara. Við fórum út að borða á rosa flottum stað í london og áttum æðislegt kvöld. Daginn eftir fórum við til Slóveníu og þetta land er hreint út sagt magnað og Hotel Trojane er æðislegt hótel. Sveitahótel c.a. 25 mín frá Ljubljana og er útsýnið og þjónustan og verðið æðislegt.

Við vorum einstaklega heppin með veður eða 20+ alla dagana. Þann 21 Maí er og verður hér eftir stór dagur í mínu því að þann dag bað ég hennar Betu og hún sagði já...þannig að við erum trúlofuð og erum komin með hringa.....æðislegt.

En mun hugsanlega fara betur yfir ferðina í næstu færslu.


mbl.is Kristrún Heimisdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Innilega til hamingju með trúlofunina Matti minn. Ég er geðveikt glöð fyrir þína hönd

Lutheran Dude, 26.5.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Til hammó með trúlofunina MattZ!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.5.2007 kl. 10:15

3 identicon

Til hamingju með trúlofunina ;)  Og takk fyrir síðast.

Elín (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband