Fallegar kveðjur + Þingvellir

Takk fyrir fallegu commentin sem komu við síðustu færslu.....foreldranir eru svo sannarlega spenntir. Tek undir orð Brögu mágkonu minnar að stelpan virðist ætla að verða myndarleg eins og mamman...allavegana eru þær skuggalega líkar ef maður ber saman myndir af Betu síðan hún var kornabarn og síðan þessari sem er á leið í heiminn....tek líka undir orð Brögu með það að hún á ekkert að vera að koma í heiminn þann 19 ág....það á nóg af fólki sem ég þekki afmæli þann dag.

 En maður vaknaði upp í síðustu viku og áttaði sig allt í einu á því að það eru u.þ.b. 10 - 11 vikur í það að barnið komi í heiminn....og það er allt eftir einhvernveginn.....það á eftir að kaupa vagn og rúm og það á eftir að kaupa kommóðu og það á eftir að kaupa skiptiborð og hitt og þetta.....held að það eina sem er komið er að það eru bleik fötTounge

Reyndar ætla mamma & pabbi að gefa okkur sæng handa dömunni, Palli og Braga gáfu okkur svefnpoka í vagninn og svona.

 Beta dró mig í útilegu um helgina....já mig....mann sem hefur hingað til ekki verið mikið hrifinn af einhverri svoleiðis vitleysu en mikið rosalega var þetta kosý. Við fórum á Þingvelli og fengum stað beint við vatnið og frábært útsýni.....munum sko fara fljótlega aftur í svona ferð.

 Annars....er frekar latur við að blogga og mun blogga öðru hverju í sumar...mun auka það þegar nær dregur hausti......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Matthías og Beta

Ég held að þessi stelpa verði alveg eins og ég með miklar kinnar.

kveðja Björn Hreiðar

Björn Hreiðar (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband