Kaupæði Matta & Betu
13.10.2007 | 14:30
Síðustu dagar hjá litlu fjölskyldunni eru svo sannarlega búnir að vera viðburðarríkir:)
Ég og Beta erum búin að vera að velta því fyrir okkur núna í c.a. 2 mánuði ( aðalega ég þó ) hvort að við ættum að skipta um bíl, þar sem við værum komin með barn og allt sem því fylgir. Það hefur verið nokkuð sem hefur stoppað okkur m.a. að finna bíl sem gæti hentað okkur og það á réttu verði og fleira í þeim dúr.
Jæja á miðvikudaginn að þá tókum við ákvörðun í einu máli sem ég ætla ekkert að tala um hér, en við það að þá fórum við í B & L og ákváðum að athuga hvort að þeir ættu bíl fyrir okkur. Fórum þangað því að ég hef átt 4 renault bíla og bíllinn sem við áttum var Renault og mestu líkurnar á að B & L myndi taka hann uppí á góðu verði, + það að ég kann vel við B & L, góð þjónusta og almennilegir sölumenn ( ætlast til að fá props fyrir þessa auglýsingu )
Semsagt við fórum í B & L um 4 leytið á miðvikudeginum. Fórum í notaða bíla, hittum þar sölumann sem við sögðum frá okkar bíl, hvernig bíl við værum að leyta að og hann fór í tölvuna, sá bíl, nefndi verð fyrir þann bíl og hvað þeir myndu taka okkar uppí á, prufuðum bílinn....líkuðum vel við hann.....þeir tóku okkar í söluskoðun, við fórum heim á hinum....fórum aftur uppí B & L á fimmtideginum í kringum hádegið og skrifuðum undir:) Semsagt kominn á nýjan station bíl, nánar tiltekið svartan Renult Megane Sport Tourer árg 2006. Erum virkilega happý með þennan bíl.
Og ekki nóg með það að við hefðum keypt bíl að þá í gær fórum við og keyptum okkur myndavél sem okkur báðum er búið að langa rosalega lengi í, svakalega græju Canon EOS 400d. Nú verður sko tekið myndir á fullu:)
Erum hætt með stöð 2.....drasl sjónvarpsstöð með lélega þjónustu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.