Er Ólafur að grínast?
28.8.2008 | 13:15
Vill þessi maður ekki vera tekinn alvarlega sem þjálfari íslenska landsliðsins? Að velja Stefán Þ. Þórðarsson í landsliðið eftir frammistöðu hans með ÍA í sumar, sem er bæ ðe vei liðið sem ég held með.
Stefán hefur ekki getað rassgat í allt sumar, ekki frekar en skagaliðið allt. Það eina sem hann hefur lagt að mörkum er kjaftbrúk við dómara og leikmenn og leikaraskap. Ég er yfir mig hneikslaður á þessu vali, ég er hissa á því að Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflvíkinga og markahæsti maður íslandsmótsins og eða Björgúlfur Takefusa voru ekki valdnir í stað Stefáns.
En er ánægður með að Hemmi verði fyrirliði, bara gott mál.
Nú er að bíða og sjá hvað gerist.
Heiðar Helguson í landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var einmitt að hugsa það sama. Ólafur er þekktur húmoristi en þessi fimm aura brandari á ekki heima í landsliðinu.
Guðmundur Marinó Ingvarsson, 28.8.2008 kl. 14:00
Sammála ... hefði hiklaust vilja sjá Guðmund Steinarsson eða Björgólf Takefusa í staðinn fyrir Stefán Þór ... ótrúlegur fjandi að velja hann!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.